Forðumst skipulagsslysin Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 6. maí 2022 08:01 Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir. Hafa kannski ekki nennt að setja sig nægilega vel inn í málin til að geta lagt opinberlega orð í belg. Eins og ég til dæmis. Kópavogsbúi nánast alla mína ævi. Hvorki sérstaklega pólitísk né mikill forystusauður, það verður að viðurkennast. Núna gegnir þó öðru máli, enda sannfæringin slík að ég fæ ekki orða bundist. Sú sannfæring snýst um að hin óflokksbundnu samtök Vinir Kópavogs með æskuvinkonu mína, Helgu Jónsdóttur, í fararbroddi, sé eina framboðið í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi árið 2022 sem ég treysti til að forða bænum frá því að færa fjárfestum stjórn skipulagsmála á silfurfati með augljósum og hörmulegum afleiðingum. Þétting byggðar án skipulagðar þjónustustarfsemi við íbúana, háhýsi sem bæði skyggja á sólu og valda vindstrengjum, skortur á útivistarsvæðum og fyrirhuguð íbúðabyggð sem verulega takmarkar aðgengi að náttúruperlum bæjarins svo fátt eitt sé talið er ekki beinlínis þekkileg tilhugsun. Orðin valdníðsla og spilling koma upp í hugann. Helga, oddviti á lista Vina Kópavogs, er lögfræðingur að mennt og á að baki glæstan starfsferil sem stjórnandi hér heima og erlendis. Efalítið þekkja fáir lög sem um stjórnun sveitarfélaga betur en Helga og ég treysti því að hún berjist með oddi og egg gegn því að þau verði brotin í okkar góða heimabæ. Framboð hennar og félaga hennar á lista Vina Kópavogs er ekki stökkpallur til frekari frama, heldur helgast af hugsjón og því hversu vænt þeim þykir um bæinn sinn og vilja vinna honum vel. Þau tala hvorki tæpitungu né rósamál eða beita þeim undanbrögðum og útúrsnúningum sem okkur kjósendum finnst oft afskaplega þreytandi og ótraustvekjandi í pólitískri orðræðu. Ég treysti Vinum Kópavogs til að koma í veg fyrir þau gríðarlegu skipulagsslys sem áform eru um í gamla miðbænum í Hamraborg, á strandlengjunni vestast á Kársnesi og búast má við hvar sem möguleikar finnast til að þétta byggð. Sjálf er ég vitaskuld Vinur Kópavogs og þakklát öllu því góða fólki sem gefur kost á sér til starfa fyrir bæjarbúa undir merkjum listans. Fái þau til þess afl trúi ég að þau muni láta verkin tala. Nú er tækifærið fyrir okkur öll að kjósa Y-listann, Vini Kópavogs. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun