DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:10 Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við fyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stjórnar, sem fjárfestir. Vísir/Getty Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar. Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
DiCaprio tilkynnti þetta á Twitter í dag. Hann skrifaði í tilkynningunni að starfsemi Vitrolabs bjóði upp á spennandi möguleika. „Það gleður mig að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir,“ skrifar DiCaprio í tístinu. .@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022 Vitrolabs var stofnað af fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni og var það samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um það í nóvember metið á um 11 milljarða íslenskra króna, eftir þá nýjustu fjármögnunarumferð félagsins. Vitrolabs stefnir á að gera fataframleiðendum kleift að þróa fatnað úr leðri án þess að að deyða dýr og hefur undanfarin ár gert tilraunir í von um að rækta kúaleður á rannsóknarstofu með stofnfrumutækni. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið umfjöllun hjá tískutímarirtinu Vogue, sem er það virtasta í sínum geira. Fram kemur í grein Vogue, sem birtist í dag og fjallaði meðal annars um aðkomu DiCaprio, að velgengni fyrirtækisins varpi ljósi á vöxtinn í þróun leðurlíkja. Undanfarin ár hafa ýmis leðurlíki komið á markað, til dæmis pleður sem er leðurlíki gert úr plasti. Framleiðsla Vitrolabs er þó annars konar, þar sem framleiða á alvöru dýraleður en án þess að það komi af dýrum, sem þurfi í leiðinni að deyða. „Það sem við viljum gera er að breyta því hvaðan þú færð leðrið,“ segir Ingvar í samtali við Vogue. „Það sem er svo magnað við leður er hvað hægt er að nýta það í margt og listin og hugmyndaflugið ráða því hver lokaútkoma leðursins er eftir vinnslu. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að vinna með reyndum samstarfsmönnum á þessum vettvangi, sem mun draga fram það besta í leðrinu okkar.“ Fram kemur í umfjöllun Viðskiptablaðsins frá því í nóvember að framleiðsla Vitrolabs er sögð mun umhverfisvænni en framleiðsla á hefðbundnu leðri. Alla jafna nýtist um 80 prósent af húð dýranna, auk þess sé dýrahald auðlindafrekt og um fimmtíu milljónir dýra séu drepnar á hverju ári fyrir leður og tískugeirann. Ekki náðist í Ingvar við vinnslu fréttarinnar.
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Umhverfismál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira