„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Atli Arason skrifar 4. maí 2022 22:30 Gunnar Magnús Jónsson mætti með sokk fyrir sérfræðinga Stöðvar 2 Sport eftir leik. Vísir/Atli Arason Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira