Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 23:26 Andrew Fahie forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verði handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um peningaþvætti og fíkniefnasmygl. AP Photo Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt. Bretland Bandaríkin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent