Þegar björgunarskipið siglir fram hjá Helga Þórðardóttir og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 5. maí 2022 07:31 Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Helga Þórðardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu. Um 1900 börn bíða nú eftir aðstoð fagaðila s.s. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu borgarinnar. Covid faraldurinn leiddi til aukningar á tilvísunum til fagfólks skóla sem þyngdi enn frekar ástandið sem var slæmt fyrir. Tökum dæmi: Nú er tveggja ára bið í þroskamat hjá skólasálfræðingi hjá borginni sem kallast frumgreining. Liggi slík undurstöðugreining ekki fyrir er oft rennt algerlega blint í sjóinn með réttu viðbrögðin og úrræðin fyrir barnið. Tugir barna eru á þessum biðlista með sterkar vísbendingar um ADHD vanda. Dæmi eru um að börn séu útskrifuð úr grunnskóla þegar röðin kemur að þeim. Ekki þarf að spyrja um afleiðingarnar. Þessi mismunun og ójöfnuður hefur aukist á vakt Samfylkingar sem vill þó láta kalla sig jafnaðarmannaflokk. Sláandi dæmi um óréttlætið undir forystu Samfylkingar er að á meðan börn efnaminna fólks og fátækra foreldra bíða mánuðum og árum saman eftir að fá þörfum sínum og vanda mætt, geta efnameiri foreldrar farið með barn sitt á einkarekna stofu. Kostnaður við skimun og greiningu hleypur á 200 þúsundum og viðtal hjá sálfræðingi út í bæ kostar um 20.000 kr. Biðlistar drepa Til þess að hægt sé að halda úti hugmyndafræðinni „skóla án aðgreiningar“ svo að sómi sé að, duga ekki orð heldur verður fjármagn að fylgja. Annars er einfaldlega ekki hægt að ráða fagfólk til að sinna mismunandi þörfum barna. Þess vegna er stoðþjónusta og önnur sértæk þjónusta við börn ófullnægjandi í Reykjavík. Auk þess eru börn af erlendum uppruna, sem eru útsettur hópur vegna tungumálaerfiðleika, á biðlista eftir að komast í íslenskuver. Sýndarmennskan sem felst í því að ætla kennurum að uppfylla drauma stjórnmálamanna um „skóla án aðgreiningar“í fjársveltu skólakerfi er svo skaðleg gagnvart foreldrum og börnum sem gera sér væntingar um allt annað. Bið eftir nauðsynlegri fagþjónustu getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir viðkvæma einstaklinga og getur hreinlega kostað líf. Meðan börnin bíða siglir björgunarskipið framhjá og þau svamla í ísköldum sjónum bjargarlaus. Barnasáttmálinn Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur ekki enn verið innleiddur í Reykjavík. Nýlega lagði Flokkur fólksins til að skipaður verði stýrihópur sem leggi mat á hvað þurfi til til að Reykjavík geti farið í innleiðingaferli á Barnasáttmálanum líkt og gert var í Kópavogi. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún er enn óafgreidd. Mörgum tugum mála, sem Flokkur fólksins hefur lagt fram á tímabilinu, hefur ýmist verið vísað frá eða þau felld. En er fjölda tillagna og fyrirspurna ósvarað. Fái Flokkur fólksins umboð kjósanda í komandi borgarstjórnarkosningum verður hans fyrsta verk að útdeila fjármagni borgarsjóðs í að bæta þjónustu og vinna niður biðlista Skólaþjónustunnar. Skortur á fjármagni er ekki vandamálið heldur hvernig því er dreift til verkefna, sumra fjárfrekra sem geta beðið betri tíma. Taka þarf á bruðli og sóun sem víða má finna í borgarkerfinu. Það hefur þanist út einna helst í miðlægri stjórnsýslu og á þjónustu- og nýsköpunarsviði, borgarbúum að engu gagni. Flokkur fólksins hefur í fjögur ár barist með kjafti og klóm fyrir auknum lífsgæðum þeirra sem búa við skort og er tilbúinn að berjast áfram fái hann umboð borgarbúa. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Helga Þórðardóttir, varaþingmaður og kennari við Barnaspítala Hringsins, skipar 2. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningumKolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur, skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun