Lettlandsbryggja 1 Pawel Bartoszek skrifar 5. maí 2022 09:45 Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Eistland Lettland Litháen Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna. Norður af núverandi strandlengju við Sævarhöfða verður lítið síki. Gatan við síkið, sem verður fyrst og fremst ætluð gangandi mun fá heitið Eistlandsbryggja. Næstu tvær götur fyrir norðan munu fá heitin Lettlandsbryggja og Litháenbryggja. Þetta eru götur í þéttu borgarumhverfi þar sem gert er ráð fyrir verslunum og þjónustu á jarðhæð. Þær munu liggja skammt frá nýrri sundlaug sem verðu nyrst á nesinu og mun þjóna hverfinu öllu. Á fundi skipulagsráðs var jafnframt samþykkt að setja upp upplýsingaskilti á torginu á horni Túngötu og Garðastrætis sem nú hefur fengið nafnið Kænugarður. Þar er listaverkið Stuðningur sem er gjöf frá Lettum og hefur lengi haft mikla þýðingu fyrir tengsl landanna og samfélag Letta á Íslandi. Þessum tengslum verður nú gert hærra undir höfði. Í öllum þremur höfuðborgum Eystrarsaltsríkjanna erum götur og torg sem kennd eru við Ísland. Í Vilníus er að Íslandsstræti og Ríga og Tallin hafa Íslandstorg. Íslandstorgið í Ríga var líka fyrsta nafngjöf í þeirri borg sem vísaði til annars ríkis. Nú er rétt að endurgjalda þennan þakklætisvott. Þetta er söguleg stund. Aldrei áður hafa götur í Reykjavík verið nefndar eftir öðrum löndum. Það fer einkar vel á því að Eystarsaltsríki brjóti þar ísinn. Samstarf okkar er þétt. Og vináttuböndin sterk og varanleg. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar