Midtjylland tryggði sér sæti í úrslitum í gær og OB gerði slíkt hið sama í kvöld er liðið pakkaði SönderjyskE saman í síðari leik liðanna. Lokatölur í kvöld 3-0 og OB vann einvígi liðanna þar með samtals 5-1.
Stemningen er helt fantastisk på Nature Energy Park i aften! #obdk #obsje #sydbankpokalen pic.twitter.com/TDl1BRzKzp
— Odense Boldklub (@Odense_Boldklub) May 5, 2022
Aron Elís var fjarri góðu gamni hjá OB í kvöld en Atli Barkarson kom inn af bekknum hjá SönderjyskE á 65. mínútu. Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahóp SönderjyskE að þessu sinni.
Aron Elís hefur verið fjarverandi í undanförnum leikjum OB og spurning hvort hann verði leikfær þegar úrslitaleikur bikarkeppninnar fer fram 26. maí næstkomandi. Markvörðurinn Elías Rafn verður því miður ekki milli stanganna hjá Midtjylland í leiknum en hann handarbrotnaði fyrir stuttu.