Fjandsamlegur kosningatími Árni Pétur Árnason skrifar 6. maí 2022 09:16 Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Píratar Hagsmunir stúdenta Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun