Fjandsamlegur kosningatími Árni Pétur Árnason skrifar 6. maí 2022 09:16 Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Píratar Hagsmunir stúdenta Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí. Þessar vikur hafa verið strembnar, svo ekki sé meira sagt, enda kosningartíminn fjandsamlegur fólki í námi. Háskólanemar, menntskælingar og fleiri eru læst vikum saman inni á bókasöfnum landsins við próflestur og ritgerðarskrif á sama tíma og sveitarstjórnarkosningarnar nálgast óðfluga. Eftir því sem líður á kosningabaráttuna og nær dregur kosningum, átta ég mig sífellt betur á því hvers vegna ungmenni veigra sér við stjórnmálaþátttöku. Öll umgjörð kosninga er ekki hönnuð með okkur í huga heldur eldra fólk, og þá sérstaklega eldra fólk sem er barnlaust eða með uppkomin börn. Þess vegna taka reglur lýðræðisins ekki nauðsynlegt tillit til okkar, tillit sem ætti að vera sjálfsagt í lýðræðisríki. Þetta tillitsleysi orsakast af samráðsleysi, rétt eins og svo margt annað sem miður hefur farið síðust árin. Við viljum taka þátt en reglurnar halda okkur frá lýðræðinu. Þegar við ættum að vera að kynna okkur stefnur og frambjóðendur sitjum við föst við bækurnar. Fyrir vikið er erfitt fyrir þau fáu okkar sem eru í framboði að koma okkur á framfæri en ekki síður fyrir þau hin að átta sig á því fyrir hvað framboðin standa. Því er ekki undarlegt að ungt fólk, sem flest er í námi, skili sér síður á kjörstað. Hvernig ætli þetta væri ef kosningarnar tækju einnig mið af veruleika námsfólks? Til þess að svara þessari spurningu er nóg að líta til menntastofnananna sjálfra því þar er einnig kosið, og það á hverju ári. Kosningar í Stúdentaráð Háskóla Íslands, og nefndir, ráð og embætti framhaldsskóla fara jafnan fram snemma í apríl til þess einmitt að kjósendur, allt námsfólk, geti tekið þátt. Námsfólk situr þá beggja megin borðs, eru frambjóðendur og kjósendur, og því þurfa kosningarnar að taka mið af þeirra aðstæðum. Með þetta í huga má síðan spyrja sig af hverju almennar kosningar gera þetta ekki líka. Námsfólk hefur jú flest bæði kosningarétt og kjörgengi og því mætti ætla að markmiðið væri að efla þátttöku þeirra sem mest. Samt er kjördagur settur á versta tíma fyrir námsfólk, í miðjum lokaritgerðaskilum, stúdentsprófum og útskriftum. Munurinn liggur í því hver sömdu reglurnar. Annars vegar var það námsfólkið sjálft en hins vegar fólk sem hefur löngu lokið námi, ef það yfir höfuð fetaði menntaveginn. Núverandi gengur út frá því að frambjóðendur séu ekki í námi, heldur eigi námsfólk einungis að skjótast á kjörstað á kjördag. Ef við tökum hins vegar ekki öll þátt í lýðræðinu, er það ekki alvöru lýðræði. Ég vil því skora á viðeigandi stjórnvöld að taka lög um sveitarstjórnarkosningar til endurskoðunar í samráði við kjósendur, námsfólk og aðra. Höfundur er 20 ára sagnfræðinemi og skipar 6. sæti á lista Pírata í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun