Vaktin: Gagnárásir Úkraínumanna við Kharkiv verða sífellt umfangsmeiri Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2022 06:31 Frá víglínunum í Austur-Úkraínu. Getty/Narciso Contreras Evrópusambandið hyggst bæta Alina Kabaevu, fyrrverandi fimleikastjörnu, á lista yfir þá einstaklinga sem sæta refsiaðgerðum en hún er sögð vera kærasta Vladimir Pútíns Rússlandsforseta. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Háttsettur rússneskur þingmaður sagði í dag að Rússar myndu vera að eilífu í Suður-Úkraínu. Þetta sagði Andrei Turchak er hann heimsótti borgina Kherson í Úkraínu en hún er í haldi Rússa. Auk Kabaevu verður patríarkanum Kirill, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, einnig bætt á listann en hann hefur verið einarður í stuðningi sínum við Pútín og innrásina. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að setja á svið hátíðarhöld í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar Rússar fagna sigrinum yfir nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Í kjölfarið verði ráðist í áróðursherferð þar sem rússneskur almenningur muni fá að heyra skáldaðar sögur af því hvernig íbúar borgarinnar fögnuðu innrásarhernum. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einn af mestu leiðtogum samtímans. Ummælin lét hann falla á fjáröflunarviðburði í Lundúnum, þar sem hann sagði að Pútín myndi aldrei takast að brjóta baráttuanda Úkraínumanna á bak aftur. Josep Borrell, æðsti sendifullrúi Evrópusambandsins í utanríkis- og varnarmálum, segir aðildarríki sambandsins nálgast samkomulag um næstu refsiaðgerðir, þar á meðal olíubann. Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa aðstoðað úkraínsk yfirvöld við að flytja um 500 manns á brott frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól en umfangsmiklar aðgerðir standa nú yfir til að freista þess að hjálpa þeim að flýja sem enn sitja fastir þar. Vladimir Pútín hefur hvatt bardagamenn í Azovstal til að leggja niður vopn. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira