Gæti fjölgað á Akureyri um þúsund manns árlega næstu ár? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun