Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík? Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 6. maí 2022 09:45 Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samfylkingin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Sjá meira
Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun