Verður Stóra-Sandvík eyðilögð næst? Margrét Hugadóttir skrifar 6. maí 2022 13:00 Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Margrét Hugadóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ein af þeim perlum sem er í hættu vegna virkjanaáforma er Stóra-Sandvík á Reykjanesi. Þetta er einstakt svæði með sjávarlóni og sandhólum, brimbrettaparadís og mikilvægur varpstaður kríunnar. Þarna tók Clint Eastwood upp Flag of Our Fathers. Stóra-Sandvík var sett í orkunýtingarflokk í Rammaáætlun sem þýðir að þar er talið að hagkvæmara sé að virkja en að vernda. Erum við sammála því? Í bígerð er 50 MW virkjun sem er kennd við Stóru Sandvík á iðnaðarsvæði sem mun ná yfir sjálfa víkina, gígaröðina Stampa og vinsælan áfangastað ferðamanna, „Brúna milli heimsálfa“. Sandvík á Reykjanesi.Ellert Grétarsson Einstök náttúra Íslands er gríðarlega verðmæt. Hún er verðmæt í sjálfu sér fyrir það eitt að vera til. Hún er verðmæt fyrir þjóðina og þær kynslóðir sem munu byggja þetta land. Hún er verðmæt fyrir alla Jarðarbúa því víðerni eru af skornum skammti í heiminum. Náttúra landsins er verðmæt til útivistar, lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Náttúran er auk þess undirstaða stærstu útflutningsgreinar okkar - ferðaþjónustu. Eftirspurn eftir ódýrri orku er og verður alltaf mikil. Það er í raun eftirspurn sem verður seint hægt að mæta. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Viljum við eyðileggja hana fyrir megavött sem eru smá dropi í hafið og koma hvort sem ekki til með að nægja? Sandhólar í Stóru Sandvík.Ellert Grétarsson Á Íslandi er lögð áhersla á að selja stórnotendum raforku. Stóriðjufyrirtæki líkt og málmframleiðendur og gagnaver nota um 80 prósent orkunnar sem framleidd er á landinu. Um 5 prósent tapast í flutningskerfinu og virkjununum sjálfum. Orkutapið jafngildir raforkunotkun allra heimila í landinu, sem nota aðeins 5 prósent raforkunnar. Hvernig væri að breyta þessari forgangsröðun? Kynntu þér hvaða náttúruperlur eru í húfi vegna virkjunarhugmynda á náttúrukortinu. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar