Jón Stefán: Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu Sverrir Mar Smárason skrifar 8. maí 2022 16:35 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson, þjálfarar Þór/KA, mega vera ánægðir með stigin þrjú í dag. Mynd/Þór/KA Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er. Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í Bestu deild kvenna í dag. Jón Stefán, þjálfari Þór/KA, segir leikinn hafa verið erfiðan en sigurinn ánægjulegur. „Við erum mjög ánægð með sigurinn. Þetta var rosalega erfiður leikur fyrir okkur og allt kredit á Aftureldingu. Ég meina það eru rosalega margar meiddar og þær ná ekki í fullan bekk en áttu ekkert minna skilið úr þessum leik heldur en við,“ sagði Jón Stefán. Þær Sandra María Jessen og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörkin tvö sem skópu sigur Þór/KA í dag. Þær, ásamt fleiri leikmönnum liðsins, eru lykilmenn með mikla reynslu. „Ég sagði þetta í viðtali síðast þegar við spiluðum við Val að það er voðalega þægilegt að hafa alla þessa reynslu og bara getu þarna frammi. Þú getur varist og beðið færis og það var það sem við ætluðum að gera í dag,“ sagði Jónsi. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 19 sekúndur höfðu liðið frá upphafsflautu. Jónsi segir liðið hafa lagt upp með að pressa snemma en erfitt að ætlast til þess að skora eftir 19 sekúndur. „Við vildum klárlega vera ofar á vellinum heldur en við vorum og kannski varð raunin í fyrri hálfleik. Þær eru með lítið sjálfstraust og hafa tapað fyrstu leikjunum og við ætluðum að setja á þær en ég átti kannski ekki alveg von á 19 sekúndunum,“ sagði Jónsi og glotti. Þór/KA er með sex stig eftir þrjár umferðir. Fylgja í dag eftir góðum sigri gegn Val í 2. umferð og Jónsi segir liðið vilja blanda sér í toppbaráttuna. „Við sögðum það fyrir tímabilið og við stöndum við það. Við ætlum að taka þátt í toppbaráttu. Það eru alveg sex til sjö lið sem geta gert það í þessari deild. Þetta er gífurlega jöfn deild þó að ég telji það að Valur og Breiðablik séu ennþá aðeins stigi framar. Við eigum mjög erfiðan leik gegn Selfossi næst og það verður mjög athyglisvert að sjá það,“ sagði Jón Stefán um baráttuna sem fram undan er.
Þór Akureyri Afturelding Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Þór/KA 1-2 | Gestirnir stálu sigrinum í lokin Nýliðar Aftureldingar eru enn án stiga í Bestu deild kvenna eftir að KA/Þór fór heim úr Mosfellsbæ með stigin þrjú. Sigurmarkið kom undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. maí 2022 15:45