Íbúar Hafnarfjarðar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. maí 2022 19:00 Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur. Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal. Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa flogið áfram, verið skemmtileg og árangursrík. Það eru fyrst og fremst forréttindi að fá að starfa fyrir og í umboði bæjarbúa og ég er einlæglega þakklátur fyrir það traust sem mér og okkur var sýnt í kosningunum 2018. Ég hef lagt mig allan fram, er stoltur af verkum okkar og þá sérstaklega því að hafa lækkað álögur á fjölskyldufólk, fjárfest í fólki á öllum aldri og komið af stað kröfugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þetta verða verkefnin áfram og við leggjum spilin óhrædd á borð fyrir kjósendur. Það er rétt sem sagt hefur verið; saman getum við gert meira og betur. Nú erum við á lokametrunum í þessari kosningabaráttu. Í mínum huga hefur hún heilt yfir verið skemmtileg og málefnaleg. Undanfarnar vikur og daga hafa frambjóðendur Framsóknar ferðast um bæinn, haldið fjölda viðburða og reynt eftir fremsta megni að hitta ykkur sem flest. Takk fyrir að gefa ykkur tíma til að hitta okkur; opna fyrirtæki ykkar, heimili og jafnvel stoppa á götum úti til að eiga við okkur samtal. Stjórnmálamenn, núverandi og verðandi, hafa það meginverkefni að búa öllum samfélag til að blómstra í og nýta eigin styrk og hæfileika. Valdimar Víðisson, skólastjóri, stendur nú fremstur í stafni og leiðir öflugan hóp Framsóknar í Hafnarfirði. Valdimar er traustur og góður stjórnandi sem fær fólk með sér í lið. Eins og alvöru þjálfari og fyrirliði í senn. Hann er einlægur og sannur í því sem hann tekur sér fyrir hendur líkt og hann hefur sýnt í störfum sínum sem formaður fjölskylduráðs á kjörtímabilinu. Óhræddur við að hlusta á aðra og leitast sífellt eftir bestu mögulegu niðurstöðunni fyrir fólk og samfélagið í heild. Með samvinnu komumst við lengra. Við skulum ekki leita til þeirra sem boða byltingar, sundrung og löngu úrelta stefnu. Við skulum kjósa framfarir, skynsemi og samvinnu. Við skulum kjósa velferð og aukin lífsgæði. Við óskum eftir þínum stuðningi til góðra verka. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – XB. Höfundur er fráfarandi bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs þingmaður Framsóknar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun