Áfram farsæld með forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Kristinn Andersen skrifar 9. maí 2022 07:30 Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun