Svona vill Vegagerðin tvöfalda Suðurlandsveg við Rauðavatn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2022 22:02 Landfylling verður gerð út í Rauðavatn. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Vegagerðin Vegagerðin undirbýr breikkun Suðurlandsvegar á fimm kílómetra kafla við bæjardyr Reykjavíkur, milli Rauðavatns og Hólmsár. Stefnt er að því að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndband af því hvernig vegurinn kemur til með að líta út þegar búið verður að fjölga akreinum í fjórar, í 2+2 veg, samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Umhverfismat er núna í kynningu og hafa menn frest til 16. maí næstkomandi til að gera athugasemdir við frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Vegarkaflinn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins.Stöð 2/Skjáskot. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er þetta umferðarþyngsti tveggja akreina vegur á landinu og gera spár ráð fyrir að umferðin aukist um 30 til 50 prósent til ársins 2030. Markmið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi með því að aðskilja aksturstefnur og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg ásamt því að greiða fyrir umferð óvarinna vegfarenda. Sjónarhorn vegfarenda á austurleið við Rauðavatn eftir breikkun.Efla Verkinu verður skipt upp í tvo áfanga og er sá fyrri 1,9 kílómetra kafli á milli Bæjarháls og Norðlingavaðs. Síðar áfanginn er svo 3,4 kílómetra kafli á milli Norðlingavaðs og Hólmsár. Byggð verður ný brú yfir Hólmsá og eldri brú framlengd. Landfylling verður gerð út í Rauðavatn og segir Vegagerðin að hún sé talin geta bætt lífríki vatnsins og stöðugleika vatnsyfirborðs. Hringtorg við Norðlingavað verður tvöfaldað. Göngu-, hjóla og reiðstígar verða endurgerðir og einnig byggðir nýir og undirgöng verða á þremur stöðum. Ásýnd vegfarenda á leið til Reykjavíkur á kaflanum milli Hólmsár og Norðlingavaðs eftir tvöföldun.Efla Til að byrja með er gert ráð fyrir hringtorgum, en að mislæg gatnamót leysi þau af hólmi í framtíðinni. Ný hægri beygja verður inn og út við Heiðmörk. Vinstri beygjum verður lokað. Byggt verður nýtt hringtorg við Hafravatnsveg. Áformað hringtorg á gatnamótum Hafravatnsvegar.Efla Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, segir að hönnun verksins verði boðin út á næstu vikum. Vonir standi til að framkvæmdir hefjist árið 2024 en of snemmt sé að segja til um verklok. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra kynningarmyndband um framkvæmdina:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22
Umferðarflæðið batnar þegar þessir þrír vegarkaflar klárast Verulegar samgöngubætur eru framundan á stofnbrautum Reykjavíkursvæðisins. Þrír vegarkaflar, sem allir bæta umferðarflæði, eru að klárast og verða teknir í notkun á næstu vikum. 19. október 2020 20:42