Snorri Steinn: Er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:16 Snorri Steinn Guðjónsson eggjar sína menn áfram. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. „Ég er mjög sáttur. Ég reiknaði með mjög erfiðu einvígi en allir þrír sigrarnir voru mjög sannfærandi,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn var jafn framan af en á lokakafla fyrri hálfleiks stigu Valsmenn á bensíngjöfina og voru sjö mörkum yfir, 19-12, í hálfleik. „Það kom smá meðbyr, hraðaupphlaupin gengu vel og við fórum að refsa þeim. Þetta er sama sagan í öllum þessum leikjum. Ég veit ekki hvort við gefum í eða þeir gefa eftir. Það skiptir mig ekki öllu máli. Við náðum frumkvæðinu og létum það ekki af hendi.“ Valsmenn voru með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og Selfyssingar náðu aldrei að minnka muninn í minna en sex mörk. „Það kom smá kafli sem var ekki alveg nógu góður en ég var líka að skipta inn á. En frammistaðan í þessu einvígi var frábær og margt sem við getum tekið með okkur. Við þurfum aðeins að anda, ná okkur niður og einbeita okkur að næsta einvígi,“ sagði Snorri. Valsmenn hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð. Þrátt fyrir það er Snorri með báða fætur á jörðinni. „Ég er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik og er alltaf að reyna að finna eitthvað. En ég pæli ekkert í einhverju tapi. Ég fer í leik til að vinna hann. Ég var drullu stressaður fyrir þennan leik og vissi að við þyrftum frammistöðu sem við fengum. En auðvitað er gríðarlega mikið sjálfstraust í liðinu og trú á að það sem við erum að gera og stöndum fyrir. Okkur líður vel,“ sagði Snorri að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Ég reiknaði með mjög erfiðu einvígi en allir þrír sigrarnir voru mjög sannfærandi,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Leikurinn var jafn framan af en á lokakafla fyrri hálfleiks stigu Valsmenn á bensíngjöfina og voru sjö mörkum yfir, 19-12, í hálfleik. „Það kom smá meðbyr, hraðaupphlaupin gengu vel og við fórum að refsa þeim. Þetta er sama sagan í öllum þessum leikjum. Ég veit ekki hvort við gefum í eða þeir gefa eftir. Það skiptir mig ekki öllu máli. Við náðum frumkvæðinu og létum það ekki af hendi.“ Valsmenn voru með góða stjórn á leiknum í seinni hálfleik og Selfyssingar náðu aldrei að minnka muninn í minna en sex mörk. „Það kom smá kafli sem var ekki alveg nógu góður en ég var líka að skipta inn á. En frammistaðan í þessu einvígi var frábær og margt sem við getum tekið með okkur. Við þurfum aðeins að anda, ná okkur niður og einbeita okkur að næsta einvígi,“ sagði Snorri. Valsmenn hafa unnið alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð. Þrátt fyrir það er Snorri með báða fætur á jörðinni. „Ég er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik og er alltaf að reyna að finna eitthvað. En ég pæli ekkert í einhverju tapi. Ég fer í leik til að vinna hann. Ég var drullu stressaður fyrir þennan leik og vissi að við þyrftum frammistöðu sem við fengum. En auðvitað er gríðarlega mikið sjálfstraust í liðinu og trú á að það sem við erum að gera og stöndum fyrir. Okkur líður vel,“ sagði Snorri að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira