Gæti reynst snúið að mynda meirihluta á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2022 09:01 Níu framboð bítast um að eiga sviðið í Ráðhúsi Akureyrarbæjar næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm. Það gæti reynst snúið að mynda meirihuta í bæjarstjórn á Akureyri fari kosningarnar á svipaða leið og könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri frá síðustu viku gaf til kynna. Samkvæmt henni ná átta flokkar inn í bæjarstjórn, og sá níundi er ekki langt undan. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku sýndi könnunin að mjótt væri á munum á milli þeirra níu framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum. Raunar hafa framboðin aldrei verið fleiri. Undanfarin ár hafa sex framboð fyllt þau ellefu sæti bæjarfulltrúa sem sitja í bæjarstjórn. Nú stefnir hins vegar í, ef marka má könnunina, að metfjöldi framboða taki sæti í bæjarstjórn. „Þessi könnun, hún kannski gefur til að þetta sé alveg gríðarlega vel dreift á milli flokka. Það komast átta menn inn og níunda framboðið er ekki langt frá því að komast inn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum í samtali við Vísi. Íslandsbankasalan gæti verið að hafa áhrif Píratar mælast með 6,4 prósent og er eina framboðið sem ekki nær fulltrúa inn samkvæmt þessari könnun. Fulltrúi Pírata er þó ekki langt frá því að ná inn, miðað við könnunina. „Það þarf ekkert mikið að sveiflast til þess að það gæti gerst,“ segir Grétar Þór. Sé miðað við úrslit bæjarstjórnarkosninganna árið 2018 er allir flokkar sem sitja nú í bæjarstjórn að tapa fylgi. L-listinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mest, um og í kringum sex prósent. Grétar Þór telur að mögulegt sé að landsmálapólitíkin sé að þvælast fyrir Sjálfstæðisflokki og Framsókn. „Við sjáum hérna líka tap hjá Sjálfstæðisflokki og reyndar Framsóknarflokki líka. Ef að þessi könnun er að gefa okkur stöðuna þá er nærtækt að áætla að Íslandsbankasalan sé að hafa einhver áhrif hérna,“ segir Grétar Þór. Aldrei hafa verið fleiri framboð boðið fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri, níu talsins.Vísir/Ragnar Píratar bæta við sig tveimur prósentustigum frá 2018, án þess þó að ná fulltrúa inn þó hann sé ekki langt undan, eins og áður sagði. Flokkur fólksins og Kattarframboðið, sem bjóða fram í fyrsta skipti á Akureyri, fá 11,3 prósent annars vegar og 7,8 prósent hins vegar. Bæði með mann inni. Ekkert framboð búið að fá styrkleikavísbendingu Grétar Þór segir að könnun sýni að enginn flokkur sé í sérstaklega sterkri stöðu fyrir kosninganar. „Það hefur enginn flokkur fengið neina styrkleikavísbendingu frá þessari könnun nema kannski Flokkur fólksins sem hlýtur að vera sáttur með ellefu til tólf prósent,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Háskólann á Akureyri.Stöð 2 Kattarframboðið er nokkuð óvænt með mann inni samkvæmt könnuninni. Framboðið er sprottið upp úr óánægju með bann við lausagöngu katta frá og með 2025, sem óvænt var samþykkt í bæjarstjórn í nóvember. Reyndar er búið að ákveða að falla frá umræddu banni og setja inn ákvæði sem bannar lausagöngu katta að næturlagi. „Þetta kattarframboð, það skiptir fólki eitthvað í hópa en svo er eitthvað búið að draga í land með þetta og svo eru flest allir sem stóðu að þessari ályktun eða samþykkt að hverfa á braut þannig að maður veit ekki hvort þetta slær inn en það er fylgi við þetta, það er alveg ljóst,“ segir Grétar Þór og vísar þar í að afar ólíklegt er að fimm af þeim sjö bæjarfulltrúm sem samþykktu bannið á sínum tíma munu taka sæti í nýrri bæjarstjórn. Ekki óvænt að önnur samstjórn hafi verið slegin út af borðinu Samkvæmt könnuninni er þriðjungur kjósenda óákveðinn og sem fyrr segir ekkert eitt framboð með afgerandi forystu fyrir kosningarnar næstkomandi laugardag. Undanfarin tvö ár hefur samstjórn allra flokka verið við völd í bæjarstjórn og því hafa hinar pólitísku línur ef til vill ekki verið jafn skýrar og áður. Lausaganga katta hefur verið eitt helsta pólitíska deilumálið á Akureyri, undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert óeðlilegt að fólk viti ekki almennilega hvað það á að gera. Það er ekki eitt mál sem er verið að bítast um, sem allir eru að bítast um, segir Grétar Þór.“ Umrædd samstjórn var mynduð haustið 2020. Þegar hún tók við völdum var vísað í bága fjárhagsstöðu bæjarins vegna faraldursins sem og nýgerða kjarasamninga sem reiknað var með að yrðu þungur baggi á bæjarfélaginu. Ef marka má orð oddvita flokkanna stendur ekki til að láta reyna á sams konar samstarf eftir kosningarnar. „Nú eru oddvitarnir búnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki inn í svona módel aftur. Fólkið sem stóð að þessu er flest á útleið. Það kemur mér ekkert á óvart að tónninn gagnvart því sé neikvæður. Flokkar og framboð vilja senda sinn eigin prófíl til kjósenda inn í kosningabaráttuna. Það er það sem við máttum búast við,“ segir Grétar Þór. Aðeins einn þriggja flokka meirihluti í boði miðað við könnunina Niðurstöður könnunarinnar benda til að það gæti reynst erfitt að mynda nýjan meirihluta. „Svo hins vegar ef að þetta verður mjög dreift á milli flokkana sætin þá veit maður ekki hvort að þeir lendi í einhverri kreppu við að búa til meirihluta,“ segir Grétar Þór. Samkvæmt könnunni gætu aðeins Sjálfstæðisflokkur, L-listi og Samfylking með sína tvo fulltrúa hver myndað saman þriggja flokka meirihluta í bæjarstjórn. Myndi þá Sjálfstæðisflokkurinn koma í stað Framsóknarflokksins í þeim meirihluta sem myndaður var eftir kosningarnar 2014 og 2018. Alls óvíst er þó hvort þessir þrír flokkar eigi sér sameiginlegan málefnanlegan hljómgrunn. Hvað sem því líður verður ómögulegt að mynda tveggja tveggja flokka meirihluta, reynist könnuninn sannspá. „Þá þyrfti að lágmarki þrjá flokka til að mynda meirihluta, kannski fjóra og kannski fimm. Þetta getur orðið snúið nema að þetta breytist eitthvað fram að kosningum,“ segir Grétar Þór. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Slá aðra samstjórn út af borðinu: „Við þurfum ekkert að ræða það frekar“ Útilokað er að aftur verði mynduð samstjórn allra flokka í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar um næsti helgi. Fulltrúar flokkanna slá það alveg út af borðinu. 8. maí 2022 23:00 Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. 6. maí 2022 14:12 Akureyringar ekki eins ferkantaðir og margir halda Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og frambjóðandi er ánægður með þá stöðu sem er að myndast en nú lítur allt út fyrir að hann nái inn í bæjarstjórn Akureyrar sem oddviti Kattaframboðsins. 4. maí 2022 15:28 Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku sýndi könnunin að mjótt væri á munum á milli þeirra níu framboða sem bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum. Raunar hafa framboðin aldrei verið fleiri. Undanfarin ár hafa sex framboð fyllt þau ellefu sæti bæjarfulltrúa sem sitja í bæjarstjórn. Nú stefnir hins vegar í, ef marka má könnunina, að metfjöldi framboða taki sæti í bæjarstjórn. „Þessi könnun, hún kannski gefur til að þetta sé alveg gríðarlega vel dreift á milli flokka. Það komast átta menn inn og níunda framboðið er ekki langt frá því að komast inn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í sveitarstjórnarmálum í samtali við Vísi. Íslandsbankasalan gæti verið að hafa áhrif Píratar mælast með 6,4 prósent og er eina framboðið sem ekki nær fulltrúa inn samkvæmt þessari könnun. Fulltrúi Pírata er þó ekki langt frá því að ná inn, miðað við könnunina. „Það þarf ekkert mikið að sveiflast til þess að það gæti gerst,“ segir Grétar Þór. Sé miðað við úrslit bæjarstjórnarkosninganna árið 2018 er allir flokkar sem sitja nú í bæjarstjórn að tapa fylgi. L-listinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mest, um og í kringum sex prósent. Grétar Þór telur að mögulegt sé að landsmálapólitíkin sé að þvælast fyrir Sjálfstæðisflokki og Framsókn. „Við sjáum hérna líka tap hjá Sjálfstæðisflokki og reyndar Framsóknarflokki líka. Ef að þessi könnun er að gefa okkur stöðuna þá er nærtækt að áætla að Íslandsbankasalan sé að hafa einhver áhrif hérna,“ segir Grétar Þór. Aldrei hafa verið fleiri framboð boðið fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri, níu talsins.Vísir/Ragnar Píratar bæta við sig tveimur prósentustigum frá 2018, án þess þó að ná fulltrúa inn þó hann sé ekki langt undan, eins og áður sagði. Flokkur fólksins og Kattarframboðið, sem bjóða fram í fyrsta skipti á Akureyri, fá 11,3 prósent annars vegar og 7,8 prósent hins vegar. Bæði með mann inni. Ekkert framboð búið að fá styrkleikavísbendingu Grétar Þór segir að könnun sýni að enginn flokkur sé í sérstaklega sterkri stöðu fyrir kosninganar. „Það hefur enginn flokkur fengið neina styrkleikavísbendingu frá þessari könnun nema kannski Flokkur fólksins sem hlýtur að vera sáttur með ellefu til tólf prósent,“ segir Grétar Þór. Grétar Þór Eyþórsson er prófessor við Háskólann á Akureyri.Stöð 2 Kattarframboðið er nokkuð óvænt með mann inni samkvæmt könnuninni. Framboðið er sprottið upp úr óánægju með bann við lausagöngu katta frá og með 2025, sem óvænt var samþykkt í bæjarstjórn í nóvember. Reyndar er búið að ákveða að falla frá umræddu banni og setja inn ákvæði sem bannar lausagöngu katta að næturlagi. „Þetta kattarframboð, það skiptir fólki eitthvað í hópa en svo er eitthvað búið að draga í land með þetta og svo eru flest allir sem stóðu að þessari ályktun eða samþykkt að hverfa á braut þannig að maður veit ekki hvort þetta slær inn en það er fylgi við þetta, það er alveg ljóst,“ segir Grétar Þór og vísar þar í að afar ólíklegt er að fimm af þeim sjö bæjarfulltrúm sem samþykktu bannið á sínum tíma munu taka sæti í nýrri bæjarstjórn. Ekki óvænt að önnur samstjórn hafi verið slegin út af borðinu Samkvæmt könnuninni er þriðjungur kjósenda óákveðinn og sem fyrr segir ekkert eitt framboð með afgerandi forystu fyrir kosningarnar næstkomandi laugardag. Undanfarin tvö ár hefur samstjórn allra flokka verið við völd í bæjarstjórn og því hafa hinar pólitísku línur ef til vill ekki verið jafn skýrar og áður. Lausaganga katta hefur verið eitt helsta pólitíska deilumálið á Akureyri, undanfarin tvö ár.Vísir/Vilhelm „Það er ekkert óeðlilegt að fólk viti ekki almennilega hvað það á að gera. Það er ekki eitt mál sem er verið að bítast um, sem allir eru að bítast um, segir Grétar Þór.“ Umrædd samstjórn var mynduð haustið 2020. Þegar hún tók við völdum var vísað í bága fjárhagsstöðu bæjarins vegna faraldursins sem og nýgerða kjarasamninga sem reiknað var með að yrðu þungur baggi á bæjarfélaginu. Ef marka má orð oddvita flokkanna stendur ekki til að láta reyna á sams konar samstarf eftir kosningarnar. „Nú eru oddvitarnir búnir að lýsa því yfir að þeir ætli ekki inn í svona módel aftur. Fólkið sem stóð að þessu er flest á útleið. Það kemur mér ekkert á óvart að tónninn gagnvart því sé neikvæður. Flokkar og framboð vilja senda sinn eigin prófíl til kjósenda inn í kosningabaráttuna. Það er það sem við máttum búast við,“ segir Grétar Þór. Aðeins einn þriggja flokka meirihluti í boði miðað við könnunina Niðurstöður könnunarinnar benda til að það gæti reynst erfitt að mynda nýjan meirihluta. „Svo hins vegar ef að þetta verður mjög dreift á milli flokkana sætin þá veit maður ekki hvort að þeir lendi í einhverri kreppu við að búa til meirihluta,“ segir Grétar Þór. Samkvæmt könnunni gætu aðeins Sjálfstæðisflokkur, L-listi og Samfylking með sína tvo fulltrúa hver myndað saman þriggja flokka meirihluta í bæjarstjórn. Myndi þá Sjálfstæðisflokkurinn koma í stað Framsóknarflokksins í þeim meirihluta sem myndaður var eftir kosningarnar 2014 og 2018. Alls óvíst er þó hvort þessir þrír flokkar eigi sér sameiginlegan málefnanlegan hljómgrunn. Hvað sem því líður verður ómögulegt að mynda tveggja tveggja flokka meirihluta, reynist könnuninn sannspá. „Þá þyrfti að lágmarki þrjá flokka til að mynda meirihluta, kannski fjóra og kannski fimm. Þetta getur orðið snúið nema að þetta breytist eitthvað fram að kosningum,“ segir Grétar Þór.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Slá aðra samstjórn út af borðinu: „Við þurfum ekkert að ræða það frekar“ Útilokað er að aftur verði mynduð samstjórn allra flokka í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar um næsti helgi. Fulltrúar flokkanna slá það alveg út af borðinu. 8. maí 2022 23:00 Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. 6. maí 2022 14:12 Akureyringar ekki eins ferkantaðir og margir halda Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og frambjóðandi er ánægður með þá stöðu sem er að myndast en nú lítur allt út fyrir að hann nái inn í bæjarstjórn Akureyrar sem oddviti Kattaframboðsins. 4. maí 2022 15:28 Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Slá aðra samstjórn út af borðinu: „Við þurfum ekkert að ræða það frekar“ Útilokað er að aftur verði mynduð samstjórn allra flokka í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningarnar um næsti helgi. Fulltrúar flokkanna slá það alveg út af borðinu. 8. maí 2022 23:00
Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. 6. maí 2022 14:12
Akureyringar ekki eins ferkantaðir og margir halda Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og frambjóðandi er ánægður með þá stöðu sem er að myndast en nú lítur allt út fyrir að hann nái inn í bæjarstjórn Akureyrar sem oddviti Kattaframboðsins. 4. maí 2022 15:28
Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53