Forseti Íslands heimsækir Færeyjar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2022 16:43 Guðni Th. Jóhannesson er búinn að jafna sig á Covid-19 smiti sínu og farinn á ferð og flug. Vísir/Egill Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen. Þaðan liggur leiðin til Eiðis á Austurey þar sem forseti heimsækir Sigrúnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu sem tekur á móti honum í stúdíói sínu og segir frá list sinni. Þá verður haldið til Syðrigötu, þar sem forseti hittir arkitektinn Ósbjørn Jacobsen, aðalarkitekt tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Loks verður ekið til Glyvrar á Austurey, þar sem forseti á hádegisverðarfund með bæjarstjóra Rúnavíkur, Torbjørn Jacobsen. Á leið aftur til Þórshafnar verður numið staðar í stærsta samgöngumannvirki Færeyja, neðansjávargöngunum milli Straumeyjar og Austureyjar. Þar taka á móti forseta Brandur Patursson myndlistarmaður og Teitur Samuelsen, forstjóri verktakafyrirtækisins P/F Eystur- og Sandoyartunlar, og segja þeir forseta frá gerð ganganna og listaverkinu sem þau prýðir. Síðdegis á þriðjudag á forseti fund í sendiráðsbústað Íslands í Þórshöfn með hópi Færeyinga sem komu að frækinni björgunaraðgerð eftir flugslysið í Mykinesi 26. september 1970. Þá brotlenti vél Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að átta manns létust en 26 var bjargað. Þess verður minnst að rúm 50 ár eru nú liðin frá atburðinum. Að þeirri athöfn lokinni flytur forseti fyrirlestur við Fróðskaparsetur Færeyja, háskólann í Þórshöfn, með yfirskriftinni „Nationalism in Turbulent Times: Lessons for Small Nations in the North Atlantic“. Miðvikudaginn 11. maí á forseti fund með borgarstjóra Þórshafnar, Heðin Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim fundi loknum flýgur forseti til Mykiness þar sem gengið verður á fjallið Knúk að minnisvarða sem reistur hefur verið um flugslysið og björgunina. Þá býður bæjarstjórinn í Mykinesi til hádegisverðar en síðdegis heldur forseti loks að Vágum og flýgur þaðan til Keflavíkur. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Færeyjar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Þaðan liggur leiðin til Eiðis á Austurey þar sem forseti heimsækir Sigrúnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu sem tekur á móti honum í stúdíói sínu og segir frá list sinni. Þá verður haldið til Syðrigötu, þar sem forseti hittir arkitektinn Ósbjørn Jacobsen, aðalarkitekt tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík. Loks verður ekið til Glyvrar á Austurey, þar sem forseti á hádegisverðarfund með bæjarstjóra Rúnavíkur, Torbjørn Jacobsen. Á leið aftur til Þórshafnar verður numið staðar í stærsta samgöngumannvirki Færeyja, neðansjávargöngunum milli Straumeyjar og Austureyjar. Þar taka á móti forseta Brandur Patursson myndlistarmaður og Teitur Samuelsen, forstjóri verktakafyrirtækisins P/F Eystur- og Sandoyartunlar, og segja þeir forseta frá gerð ganganna og listaverkinu sem þau prýðir. Síðdegis á þriðjudag á forseti fund í sendiráðsbústað Íslands í Þórshöfn með hópi Færeyinga sem komu að frækinni björgunaraðgerð eftir flugslysið í Mykinesi 26. september 1970. Þá brotlenti vél Flugfélags Íslands með þeim afleiðingum að átta manns létust en 26 var bjargað. Þess verður minnst að rúm 50 ár eru nú liðin frá atburðinum. Að þeirri athöfn lokinni flytur forseti fyrirlestur við Fróðskaparsetur Færeyja, háskólann í Þórshöfn, með yfirskriftinni „Nationalism in Turbulent Times: Lessons for Small Nations in the North Atlantic“. Miðvikudaginn 11. maí á forseti fund með borgarstjóra Þórshafnar, Heðin Mortensen, í ráðhúsinu. Að þeim fundi loknum flýgur forseti til Mykiness þar sem gengið verður á fjallið Knúk að minnisvarða sem reistur hefur verið um flugslysið og björgunina. Þá býður bæjarstjórinn í Mykinesi til hádegisverðar en síðdegis heldur forseti loks að Vágum og flýgur þaðan til Keflavíkur.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Færeyjar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira