Samgöngur fyrir alla Svavar Guðmundsson skrifar 9. maí 2022 17:00 Samgöngumál eru flestum borgarbúum afar hugleikin þar sem góðar samgöngur eru lykillinn að því að komast farsællega um í umhverfi sínu án erfiðis. Blindir og sjónskertir eins og aðrir eru þar engin undantekning. Sá hópur er líka hluti af samfélaginu og þarf að komast um það eins og aðrir á degi hverjum. En ansi illa gengur mér oft að komast um í litlu fallegu höfuðborginni minni, samanborið við höfuðborgirnar á Norðurlöndunum og víðar, en ég bý ekki þar. Það er þannig í öllum höfuðborgum Norðurlandanna, Bretlandi, Spáni og víðar þar sem ég hef farið um undanfarin ár upplifi ég mig mjög öruggan í umferðinni og daglegur pirringur í lágmarki fyrir vikið. Ástæðan er einföld, það eru HLJÓÐMERKI við hverja einustu gangbraut í þessum borgum, en með hljóðmerkinu getur maður virkjað umferðarljósin, stöðvað umferðina til að komast yfir götuna og um leið aukið allt öryggi sitt að komast leiðar sinnar. Í Reykjavík heyrir það frekar til undantekningar ef hljóðmerkjabox eru við gangbrautir. Þó örlítið hafi hljóðmerkjunum fjölgað í einstaka póstnúmerum undanfarin ár. Þá þarf algera hugarfarsbreytingu og átak í að fjölga þeim svo auðveldara og öruggara verði að komast um borgina fyrir börn, aldraða, blinda og sjónskerta og bara alla. Ég hef áður fjallað um þetta bráðbrýna öryggismál, og auk þess talað við nokkra núverandi borgarfulltrúa og yfirmenn framkvæmda í samgöngumálum í borginni. Sýnilegur árangur er enn ósýnilegur, sem er bara sorglega sorglegt hvernig sem á það er litið. Svo dæmi séu tekin af nokkrum stórgötum borgarinnar eru t.a.m. engin hljóðmerki í öllu Borgartúninu, stórum hluta Geirsgötu og Sæbrautar, Laugavegi, Hverfisgötu, svo fátt eitt sé talið, í raun út um alla borg. Ekkert er síðan hljóðmerkið í hliðargötum borgarinnar. Það er sko ekkert grín að komast yfir þessar götur á álagstíma skal ég segja þér maður minn sæll, og það þarf ákveðið magn af hugrekki í bland við slatta af kæruleysi að treysta á að hver bílstjóri sé með fulla athygli við aksturinn, og það er oft fjarri lagi í „hendi“. Hvernig fer ég síðan yfir götu sem lögblindur maður í litlu höfuðborginni minni, ef ekkert er hljóðmerki við gangbrautina sem ég fann. Það hefur líka oft tekið ansi hraustlega á athyglisgáfu mína og þolinmæði að finna gangbraut, því það er ekki sjálfgefið að hún sé í götunni sem ég er að reyna komast yfir. Í fyrsta lagi líður mér eins og ég sé fimmta stigs undirmáls borgarbúi, skítstressaður með ljón í hnakkanum, finn til ótta, sem hleypir upp blóðþrýstingi, púls og aðrir streitufaktorar fara á stjá af öllu afli. Ég nota því blindrastaf minn, reyni að hafa hann í augnhæð bílstjórana, treysti á Guð og einkason hans og að sími bílstjórans sé hleðslulaus. Ég grátbið ykkur því, verðandi borgarfulltrúar að leggja ykkur öll fram í að ímynda ykkur að maður þurfi að setja sig í þessar ömurlegu aðstæður á degi hverjum í litlu höfuðborginni okkar. Og vittu til frambjóðandi góður, þetta hefur fjári oft staði ansi tæpt, en á þeim ögurstundum hafa þeir himnafeðgar staðið þétt við hlið mér og gripið inn í lífshættulegar aðstæður. Ég hugsa að hægt sé að kaupa allt að 10 hljóðmerkjabox fyrir andvirði einmanna danska puntstrásins sem hríslast fyrir utan braggann fræga í Nauthólsvík, svo ódýr eru þau. Hljóðmerki við hverja gangbraut er ekki einungis fyrir sjóndapran borgarbúa eins og mig heldur alla gangandi vegfarendur og þetta er ekki einhver framandi lúxus, þetta er krafa um lágmarksöryggi gangandi vegfarenda. Því miður höfum við alltof mörg sorgleg dæmi þar sem keyrt hefur verið á gangandi vegfarendur og bæði banaslys og alvarleg slys hlotist af og ofmörg eru þau dæmi nýleg. Kostnaður við að hljóðmerkjavæða umferðaþyngstu póstnúmerin í borginni ætti að vera óverulegur og þar hjálpar mikið til hversu fáar gangbrautir eru í sumum helstu götum borgarinnar. Sem dæmi í umræddu Borgartúni eru einungis um 3 gangbrautir og í öllum Síðumúlanum og Ármílanum eru þær einungis tvær í hvorri götu, og þessar götur eru ekki upp í afdal, þær eru með helstu umferðarvegspottum innan borgarmarkanna. Það er hinn mesti sómi hverrar borgar að hafa gangbrautir sýnilegar og hljóðmerki við þær alveg eins og bílar sem stoppa við gatnamót þá eiga þeir að stoppa líka við gangbrautarljós sem stýrt er af þeim sem yfir hana fara. Þetta er ekki flókið, þetta er frekar einfalt fyrir alla að skilja. Stjórnmálin hafa æ oftar tilhneigingu til að rífast um það sem minnstu máli skiptir þannig að um þetta mál þarf enginn að rífast, það þarf að ganga í málið og hugsa eins og Lína Langsokkur, gera það með sóma. Það er tilgangslaust að tala um Sundabraut, Borgarlínu eða hvernig á að fara út með rusluð í borginni ef gangandi vegfarendur, blindir og sjónskertir, sem keyra ekki um á sínum einkabíl og akstursþjónustan er stundum íþyngjandi og seinvirk og kostar peninga. Þess vegna er það gríðarleg samgöngubót fyrir okkur sjónskerta og blinda fólkið að komast á öruggan og afslappandi hátt, gangandi leiðar okkar. Þar sem aðgerðir þola enga bið bjóðumst við nokkrir félagsmenn Blindrafélagsins til að setja upp 150 hljóðmerki og mála 90 gangbrautir þar sem þörfin er hvað brýnust, getum byrjað strax. Launakröfur eru hálf borgarfulltrúalaun á framkvæmdatíma, sem við áætlum 7 vikur og heitur matur í hádeiginu. Hin krafan er að við þurfum stiga og pallbíl frá borginni og bílstjóra til að koma okkur á staðinn, þar sem enginn okkar keyrir bíl vegna sjónleysis. Sagt er að sjónin búi í hugsuninni, það er rétt, og ekki síður býr hún í fótum blinds manns. Við blinda og sjóndapra fólkið höfum svo sannarlega reynt það á eigin fótum undanfarið hvað það er að sjá ekki niður fyrir fætur sínar. Því ítrekað erum við að slasa okkur á höndum, fótum og höfði þar sem út um alla borg og hvar sem við förum um, eru Rafhlaupahjól liggjandi í gangvegi okkar eins og hvert annað járnarusl, þetta er hinn versti borgarósómi. Ofdekur elur af sér skilningsleysi sagði við mig sænskur háaldraður vinur minn nýlega, alveg var ég honum sammála.. Hann sagði þetta af ástæðu, þar sem hann tjáði mér að þeir sem leigja sér rafhlaupahjól í Svíþjóð hætta ekki að greiða fyrir notkun þess fyrr en leigutaki er búinn að skila því þannig af sér að hjólið sé ekki fyrir neinum og sómasamlega frá því gengið og skal það staðfest með mynd. Þeir kunnu ekkert með það að fara áður sagði hann. Í Danmörku er búið að banna þessi rafhlaupahjól. Aðrar þjóðir eru búnar að takmarka notkun þeirra hressilega, ekki síst út af glæfraakstri leigutaka og slysahættu. Hérlendis er þessi stjórnlausa hjóla ómenning fyrst og fremst vanvirðing við heilbrigðisstarfsfólk, sjóndapra og blinda. Fyrirtækið, þ.e. leigusali hjólanna getur vart annað en farið fljótt „hjálmlaust“ á höfuðið miðað við hvernig leigutakar ganga um eigur þess. Hvað ætlar þú að gera verðandi borgarfulltrúi í framangreindum samgöngumálum, náir þú kjöri? Fyrir hönd nokkurra einstaklinga sem eru áhugasamir félagsmenn í Blindrafélaginu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru flestum borgarbúum afar hugleikin þar sem góðar samgöngur eru lykillinn að því að komast farsællega um í umhverfi sínu án erfiðis. Blindir og sjónskertir eins og aðrir eru þar engin undantekning. Sá hópur er líka hluti af samfélaginu og þarf að komast um það eins og aðrir á degi hverjum. En ansi illa gengur mér oft að komast um í litlu fallegu höfuðborginni minni, samanborið við höfuðborgirnar á Norðurlöndunum og víðar, en ég bý ekki þar. Það er þannig í öllum höfuðborgum Norðurlandanna, Bretlandi, Spáni og víðar þar sem ég hef farið um undanfarin ár upplifi ég mig mjög öruggan í umferðinni og daglegur pirringur í lágmarki fyrir vikið. Ástæðan er einföld, það eru HLJÓÐMERKI við hverja einustu gangbraut í þessum borgum, en með hljóðmerkinu getur maður virkjað umferðarljósin, stöðvað umferðina til að komast yfir götuna og um leið aukið allt öryggi sitt að komast leiðar sinnar. Í Reykjavík heyrir það frekar til undantekningar ef hljóðmerkjabox eru við gangbrautir. Þó örlítið hafi hljóðmerkjunum fjölgað í einstaka póstnúmerum undanfarin ár. Þá þarf algera hugarfarsbreytingu og átak í að fjölga þeim svo auðveldara og öruggara verði að komast um borgina fyrir börn, aldraða, blinda og sjónskerta og bara alla. Ég hef áður fjallað um þetta bráðbrýna öryggismál, og auk þess talað við nokkra núverandi borgarfulltrúa og yfirmenn framkvæmda í samgöngumálum í borginni. Sýnilegur árangur er enn ósýnilegur, sem er bara sorglega sorglegt hvernig sem á það er litið. Svo dæmi séu tekin af nokkrum stórgötum borgarinnar eru t.a.m. engin hljóðmerki í öllu Borgartúninu, stórum hluta Geirsgötu og Sæbrautar, Laugavegi, Hverfisgötu, svo fátt eitt sé talið, í raun út um alla borg. Ekkert er síðan hljóðmerkið í hliðargötum borgarinnar. Það er sko ekkert grín að komast yfir þessar götur á álagstíma skal ég segja þér maður minn sæll, og það þarf ákveðið magn af hugrekki í bland við slatta af kæruleysi að treysta á að hver bílstjóri sé með fulla athygli við aksturinn, og það er oft fjarri lagi í „hendi“. Hvernig fer ég síðan yfir götu sem lögblindur maður í litlu höfuðborginni minni, ef ekkert er hljóðmerki við gangbrautina sem ég fann. Það hefur líka oft tekið ansi hraustlega á athyglisgáfu mína og þolinmæði að finna gangbraut, því það er ekki sjálfgefið að hún sé í götunni sem ég er að reyna komast yfir. Í fyrsta lagi líður mér eins og ég sé fimmta stigs undirmáls borgarbúi, skítstressaður með ljón í hnakkanum, finn til ótta, sem hleypir upp blóðþrýstingi, púls og aðrir streitufaktorar fara á stjá af öllu afli. Ég nota því blindrastaf minn, reyni að hafa hann í augnhæð bílstjórana, treysti á Guð og einkason hans og að sími bílstjórans sé hleðslulaus. Ég grátbið ykkur því, verðandi borgarfulltrúar að leggja ykkur öll fram í að ímynda ykkur að maður þurfi að setja sig í þessar ömurlegu aðstæður á degi hverjum í litlu höfuðborginni okkar. Og vittu til frambjóðandi góður, þetta hefur fjári oft staði ansi tæpt, en á þeim ögurstundum hafa þeir himnafeðgar staðið þétt við hlið mér og gripið inn í lífshættulegar aðstæður. Ég hugsa að hægt sé að kaupa allt að 10 hljóðmerkjabox fyrir andvirði einmanna danska puntstrásins sem hríslast fyrir utan braggann fræga í Nauthólsvík, svo ódýr eru þau. Hljóðmerki við hverja gangbraut er ekki einungis fyrir sjóndapran borgarbúa eins og mig heldur alla gangandi vegfarendur og þetta er ekki einhver framandi lúxus, þetta er krafa um lágmarksöryggi gangandi vegfarenda. Því miður höfum við alltof mörg sorgleg dæmi þar sem keyrt hefur verið á gangandi vegfarendur og bæði banaslys og alvarleg slys hlotist af og ofmörg eru þau dæmi nýleg. Kostnaður við að hljóðmerkjavæða umferðaþyngstu póstnúmerin í borginni ætti að vera óverulegur og þar hjálpar mikið til hversu fáar gangbrautir eru í sumum helstu götum borgarinnar. Sem dæmi í umræddu Borgartúni eru einungis um 3 gangbrautir og í öllum Síðumúlanum og Ármílanum eru þær einungis tvær í hvorri götu, og þessar götur eru ekki upp í afdal, þær eru með helstu umferðarvegspottum innan borgarmarkanna. Það er hinn mesti sómi hverrar borgar að hafa gangbrautir sýnilegar og hljóðmerki við þær alveg eins og bílar sem stoppa við gatnamót þá eiga þeir að stoppa líka við gangbrautarljós sem stýrt er af þeim sem yfir hana fara. Þetta er ekki flókið, þetta er frekar einfalt fyrir alla að skilja. Stjórnmálin hafa æ oftar tilhneigingu til að rífast um það sem minnstu máli skiptir þannig að um þetta mál þarf enginn að rífast, það þarf að ganga í málið og hugsa eins og Lína Langsokkur, gera það með sóma. Það er tilgangslaust að tala um Sundabraut, Borgarlínu eða hvernig á að fara út með rusluð í borginni ef gangandi vegfarendur, blindir og sjónskertir, sem keyra ekki um á sínum einkabíl og akstursþjónustan er stundum íþyngjandi og seinvirk og kostar peninga. Þess vegna er það gríðarleg samgöngubót fyrir okkur sjónskerta og blinda fólkið að komast á öruggan og afslappandi hátt, gangandi leiðar okkar. Þar sem aðgerðir þola enga bið bjóðumst við nokkrir félagsmenn Blindrafélagsins til að setja upp 150 hljóðmerki og mála 90 gangbrautir þar sem þörfin er hvað brýnust, getum byrjað strax. Launakröfur eru hálf borgarfulltrúalaun á framkvæmdatíma, sem við áætlum 7 vikur og heitur matur í hádeiginu. Hin krafan er að við þurfum stiga og pallbíl frá borginni og bílstjóra til að koma okkur á staðinn, þar sem enginn okkar keyrir bíl vegna sjónleysis. Sagt er að sjónin búi í hugsuninni, það er rétt, og ekki síður býr hún í fótum blinds manns. Við blinda og sjóndapra fólkið höfum svo sannarlega reynt það á eigin fótum undanfarið hvað það er að sjá ekki niður fyrir fætur sínar. Því ítrekað erum við að slasa okkur á höndum, fótum og höfði þar sem út um alla borg og hvar sem við förum um, eru Rafhlaupahjól liggjandi í gangvegi okkar eins og hvert annað járnarusl, þetta er hinn versti borgarósómi. Ofdekur elur af sér skilningsleysi sagði við mig sænskur háaldraður vinur minn nýlega, alveg var ég honum sammála.. Hann sagði þetta af ástæðu, þar sem hann tjáði mér að þeir sem leigja sér rafhlaupahjól í Svíþjóð hætta ekki að greiða fyrir notkun þess fyrr en leigutaki er búinn að skila því þannig af sér að hjólið sé ekki fyrir neinum og sómasamlega frá því gengið og skal það staðfest með mynd. Þeir kunnu ekkert með það að fara áður sagði hann. Í Danmörku er búið að banna þessi rafhlaupahjól. Aðrar þjóðir eru búnar að takmarka notkun þeirra hressilega, ekki síst út af glæfraakstri leigutaka og slysahættu. Hérlendis er þessi stjórnlausa hjóla ómenning fyrst og fremst vanvirðing við heilbrigðisstarfsfólk, sjóndapra og blinda. Fyrirtækið, þ.e. leigusali hjólanna getur vart annað en farið fljótt „hjálmlaust“ á höfuðið miðað við hvernig leigutakar ganga um eigur þess. Hvað ætlar þú að gera verðandi borgarfulltrúi í framangreindum samgöngumálum, náir þú kjöri? Fyrir hönd nokkurra einstaklinga sem eru áhugasamir félagsmenn í Blindrafélaginu. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun