Ertu klikk? Guðrún Runólfsdóttir skrifar 9. maí 2022 18:31 Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur almenn umræða um andlega heilsu aukist og er það ekki að ástæðulausu. Lengi voru geðheilbrigðismál feimnismál og fólk sem var veikt á geði upplifði skömm. Vinstri græn í Árborg vilja stórauka fræðslu og forvarnir um geðheilbrigði í skólum sveitarfélagsins. Þessi þróun er vissulega jákvæð og á réttri leið, yngri kynslóðin er að læra að tala um og skilja tilfinningar sínar, efla sjálfsmynd og leita aðstoðar ef þörf er á. Unglingsárin eru ár mótunar og það er mikilvægt að unglingarnir okkar finni fyrir góðum stuðningi í nærumhverfi sínu. Þess vegna er mikilvægt að þau upplifi gott aðgengi að fagfólki. Það er nógu stórt skref fyrir mörg okkar að ákveða að leita aðstoðar og ekki á bætandi að þurfa að bíða á biðlistum í marga mánuði. Það er mikilvægt að grípa inn í snemma, gefa unga fólkinu okkar verkfæri til að takast á við lífið og þau áföll og óvissu sem því fylgir. Þetta mun ekki bara skila sér í heilbrigðari, hamingjusamari einstaklingum heldur munu þessir sömu einstaklingar koma til með að gefa af sér út í samfélagið í framtíðinni. Vinstri græn leggja ríka áherslu á jafnrétti kynjanna. Þar hafa konur verið í aftursætinu frá upphafi. En þegar kemur að geðheilsu, þá má ekki gleyma drengjunum okkar. Tölfræðin sýnir skýrt að sjálfsvíg ungra karlmanna eru alltof algeng. Sú eitraða karlmennska sem ríkt hefur í samfélaginu lýsir sér oft í orðræðu sem við tökum ekki endilega eftir. „Harkaðu þetta af þér”. „Ekki gráta”. „Ekki vera aumingi” eru setningar sem hafa ómað inn í skólum og búningsklefum landsins í áratugi. Við viljum leggja áherslu á að gefa drengjunum okkar verkfærin til þess að tjá tilfinningar sínar og leita réttra leiða þegar þeir upplifa vanlíðan af einhverju tagi. Við sem erum á lista Vinstri grænna í Árborg gerum okkur grein fyrir mikilvægi forvarna, fræðslu og faglegrar aðstoðar í geðheilbrigðismálum. Þess vegna leggjum við áherslu á að aukið fjármagn verði sett í þennan málaflokk til að stuðla að geðheilbrigði ungs fólks í sveitarfélaginu. Höfundur er í 5. sæti á lista Vinstri grænna í Árborg.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun