Hafnfirðingar eru hamingjusamir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 10. maí 2022 08:30 Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar