Fiorentina gerði í raun út um leikinn snemma leiks en liðið skoraði tvívegis á fyrstu 11 mínútum leiksins. Nicolas Gonzalez kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu eftir aðeins fimm mínútna leik.
Giacomo Bonaventura kom Fiorentina 2-0 yfir aðeins sex mínútum síðar og þar með var leik í raun lokið. Rómverjar náðu lítið að ógna marki heimaliðsins og lauk leiknum með 2-0 sigri Fiorentina.
José Mourinho goes through it all on the touchline pic.twitter.com/pH96wmmVTg
— B/R Football (@brfootball) May 9, 2022
Var þetta fjórði leikur Roma í röð án sigurs en Fiorentina hafði fyrir leik kvöldsins tapað þremur í röð. Roma heldur 6. sætinu á markatölu en bæði lið – líkt og Atalanta – eru með 59 stig þegar tvær umferðir eru eftir af Serie A.
Liðið í 6. sæti fer í Evrópudeildina á meðan liðið í 7. sæti fer í Sambandsdeildina.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.