Eflum þjónustu dagmæðra X-U Harpa Björg Sævarsdóttir skrifar 11. maí 2022 07:16 Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir. Þegar ástandið er orðið þannig að nýbakaðir foreldrar eru orðnir tekjulitlir eftir fæðingarorlof þar sem það eru engin önnur vistunarúrræði fyrir gullmolana en að pabbi eða mamma séu heima þá þarf að skoða ofan í kjölin hvernig við hugsum okkur framtíðina í leikskólamálum. Svo áratugum skiptir hafa dagforeldrar tekið á móti litlum krílum og veitt þeim dagheimili á meðan foreldrar sækja vinnu eða skóla. Þetta úrræði er nauðsynlegur hlekkur fyrir börn og foreldra og einnig fyrir atvinnurekendur sem gera ráð fyrir að starfskraftur snúi til fyrri starfa að fæðingarorlofi loknu. Fyrir nokkrum árum fækkaði mjög í hópi dagforeldra og var það þungt högg fyrir nýbakaða foreldra að geta ekki treyst á að koma barni sínu að. Umbót með skýra framtíðasýn fyrir vistun yngstu barnanna Ef við ætlum að byggja upp fjölskylduvænt bæjarfélag þá er nauðsynlegt að við bjóðum upp á vistunarúrræði fyrir börn sem hægt er að treysta á. Það er mikilvægt að styrkja þá þjónustu sem þegar er í boði hjá dagforeldrum og sjá til þess að foreldrar hafi aðgang að þjónustu þeirra. Það þarf að stuðla að uppbyggingu og endurnýjun í starfsstéttinni. Ég hef fylgst með starfssemi dagforeldris í tugi ára, móðir mín hefur unnið sem dagmóðir síðastliðna þrjá áratugi. Á þessum tíma hafa forsvarsmenn starfsstéttarinnar margoft tekist á við bæjaryfirvöld vegna þeirra framlags til vistunar á móti foreldrum. Í hvert sinn hefur verið kannað hvernig sambærileg bæjarfélög hafa hagað þeim málum og alltaf hefur Reykjanesbær verið lægri. Vistunarúrræði sem þessi eru bæjarfélaginu mun ódýrari en leiksskólaplássið á hvert barn. Þrátt fyrir það er kostnaður foreldra mun hærri. Þarna er hægt að gera betur fyrir ekki svo margar krónur. Það þarf að minnka munin á verði leikskólavistunar og vistunar hjá dagforeldri. Umbót ætlar að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo auka megi þjónustuna Það þarf að auka stuðning við rekstur dagforeldra. Fæstir dagforeldrar ná að greiða sér lágmarkslaun af þeim tekjum sem koma inn. Gjaldið felur í sér aðstöðu, húsbúnað og fæði svo eitthvað sé nefnt, að undanskyldum leikföngum. Það ætti því að vera lágmarkskrafa okkar að dagforeldri geti greitt sér laun sem sæma starfsstéttinni. Til þess að það geti gerst þarf gjaldið að hækka en á móti má það ekki koma niður á foreldrum. Við í Umbót viljum að farið verði í kjölinn á þessu mikilvæga vistunarúrræði og bærinn okkar sýni fordæmi með því að auka verulega fjárframlög til dagvistunarurræðis dagmæðra. Auka þarf stuðning við starfsstéttina með fjölbreyttum hætti. Eins og staðan er í dag er starfsemi þeirra mikilvægasti hlekkurinn í því að foreldrar ungbarna geti snúið til fyrri starfa eða náms að fæðingarorlofi loknu. Kæri kjósandi. Vertu í liði með okkur að efla þjónustu dagmæðra. Þinn stuðningur skiptir máli. X-U. Höfundur skipar 14. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar