Birgitta segir augljóst að undirskrift hennar hafi verið fölsuð og mun yfirkjörstjórn Reykjavíkur funda um málið síðar í dag.
Í yfirlýsingu frá framboðinu segjast umboðsmenn listans ekki vera í aðstöðu til að meta fullyrðingu um fölsun undirskriftarinnar á þessari stundu. Þeir segja að óánægja Birgittu komi þeim mjög á óvart.
Þá segir að rannsókn standi nú yfir innan framboðsins á meðferð gagna og segjast þeir hafa staðið í þeirri trú að listarnir væru réttir. Þá benda þeir á að þrátt fyrir þessa uppákomu hafi yfirkjörstjórn þegar úrskurðað framboðið gilt og því verði kosningabaráttunni haldið áfram.