Fréttakonan, Shereen Abu Aqleh, var að flytja fréttir af aðgerðum hersins í borginni Jenin íklædd vesti sem sýndi greinilega að hún var blaðamaður. Hún var skotin í andlitið.
Annar fréttamaður varð einnig fyrir skotsárum en ástand hans er sagt stöðugt.
Shereen Abu Aqleh, sem var 51 árs, hafði fjallað um átök Ísraela og Palestínumanna í fimmtán ár og var vel þekkt um öll Miðausturlönd.
Ísraelski herinn segir í yfirlýsingu að svo virðist sem fréttafólkið hafi lent í skothríð á milli ísraelskra hermanna og palestínskra vígamanna.