Kirkjan mæti trúarþörf fólksins í landinu Rúnar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 11:31 Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan starfar nú undir nýjum rammalögum og nýrri fjárhagsskipan þar sem kirkjuþing setur henni starfsreglur og stjórnar fjárhaldi hennar og umsýslu. Mikilvægi þingsins hefur vaxið til muna og skiptir verulegu máli hvernig því tekst til á næstu árum. Kosið er rafrænt til kirkjuþings dagana 12.-17. þessa mánaðar. Ekki er líklegt að kjörið fái mikla athygli í öllu amstrinu sem fylgir sveitarstjórnarkosningum. Þörf á frekari lagabreytingum Enda þótt nýverið hafi verið sett ný lög um Þjóðkirkjuna er brýn þörf á að halda áfram umbótum á lagasviðinu. Endurskoða þarf lög um trúfélög og lífskoðunarfélög til þess að koma í veg fyrir að í skjóli laga geti þrifist óskyld starfsemi sem misnoti lýðræðishefðir og fjármuni gjaldenda. Þá þarf að breyta lögum um sóknargjöld til þess að bæta og tryggja stöðu safnaða og lífskoðunarfélaga og gera þeim kleift að sinna betur sínu fjölþætta og mikilvæga starfi. Söfnuðum og sóknum er of þröngur stakkur sniðinn og það ástand hefur varað of lengi. Heilbrigðismál og trúarlíf Í störfum mínum sem háskólakennari hef ég stundað rannsóknir og annast kennslu og leiðbeiningu nemenda á sviði heilbrigðismála, einkum um málefni er varða lifnaðarhætti, líðan og heilsu ungmenna, félagslegar aðstæður og geðheilbrigði fullorðinna, og skipulag og notkun heilbrigðisþjónustunnar. Trúarleg viðhorf og andleg málefni hafa tengst þessum viðfangsefnum. Í því sambandi hef ég á undanförnum árum haldið ýmis erindi á samkomum félagasamtaka og í safnaðarheimilum kirkjunnar um trúarlíf, trúarleg viðhorf og andlega líðan og heilsu Íslendinga. Boðskapur með fleiri boðleiðum Niðurstaða mín er sú að meðal fólksins í landinu sé rík trúarþörf sem kirkjur og söfnuðir landsins gætu komið enn betur til móts við en verið hefur. Mikilvægt er að kirkjuþing móti skýra stefnu í varðveislu- og boðun kristinnar trúar í landinu á komandi árum og að verkefni og ráðstöfun fjármuna kirkjunnar mótist af þeirri stefnu. Verkefnin eiga að fylgja stefnunni og fé verkefnunum. Á sama tíma benda rannsóknir mínar til að þeim landsmönnum fækki sem sæki almennar guðþjónustur eða taki þátt í safnaðarstarfi. Í þessu sambandi þarf að endurskoða boðleiðir kirkjunnar í samtímanum, bæði í raun- og netheimum, og nýta til þess reynslu undarfarinna ára. Fræðslustarf kirkjunnar þarf jafnframt að efla, sem og upplýsingagjöf, svo nýjar kynslóðir landsmanna fari ekki á mis við hinn mikilvæga boðskap kristinnar trúar og allt það góða starf sem fram fer innan kirkna og safnaða. Höfundur er frambjóðandi til kirkjuþings í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar