Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 11. maí 2022 15:19 Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Vísir/Sigurjón Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, sem skipar 24. sæti á listanum, segir að undirskrift hennar við framboðið hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp og ekki liggja fyrir verkferlar um hvernig bregðast á við. Að sögn Evu Bryndísar Helgadóttur, oddvita yfirkjörstjórnar, voru bæði erindi frá listanum sjálfum og Birgittu til umræðu á fundinum, sem hófst í hádeginu og lauk klukkan hálf tvö. „Við höfum rækilega farið yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður. Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi," segir Eva í samtali við fréttastofu. Listi flokksins stendur eins og lagt var upp með í upphafi þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki úrræði til að sannreyna hvort undirskriftin hafi verið fölsuð. Um sé að ræða orð gegn orði. Enn fremur væri búið að prenta út kjörseðla, samkvæmt lögum skal það gert í síðasta lagi sjö dögum fyrir kjördag, og því gætu þau ekki breytt listanum jafnvel þó þau vildu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur, bestu borgarinnar, vildi ekki svara spurningum blaðamanns í gær þegar eftir því var leitað um það til hvaða aðgerða flokkurinn myndi grípa til eftir að upp komst að einn frambjóðenda á lista flokksins var þar gegn vilja sínum. Á blaðamannafundi flokksins í dag kom fram að málið væri til skoðunar innan flokksins en þau vilja ekki kannast við að um falsaða undirskrift sé að ræða. Hér að neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um skil E-listans á framboðslistum eftir að RÚV birti myndskeið sem tekið var hjá yfirkjörstjórn í Reykjavík. Klippa: Ísland í dag - E-listinn skilar inn gögnum
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira