Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 22:30 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, varar við of miklum leiguhækkunum og kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í markaðinn. Efling Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán. Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán.
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira