Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 22:30 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, varar við of miklum leiguhækkunum og kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í markaðinn. Efling Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán. Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán.
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira