Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. maí 2022 20:00 Málinu hefur verið vísað til Héraðssaksóknara. Örn Sigurðsson, frambjóðandi í öðru sæti á listanum, segir forsvarsmenn flokksins ekki kannast við neina fölsun en Birgitta Jónsdóttir fullyrðir að svo hafi verið. Vísir/Samsett Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu. Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum. Alls voru 24 á listanum þegar hann var samþykktur fyrir mánuði síðan en Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipaði 24. sæti á listanum. Hún kom þó af fjöllum fyrr í vikunni þegar hún var spurð út í framboðið og telur hún ljóst að undirskrift hennar hafi verið fölsuð. Yfirkjörstjórn í Reykjavík kom samar til fundar um málið í dag en álíka mál hefur aldrei komið upp áður. „Við höfum farið rækilega yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir, oddviti yfirkjörstjórnar. „Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi,“ segir hún enn fremur og bætir við að það væri ekki hægt, jafnvel þó að þau vildu það. Búið er að prenta út kjörseðla en samkvæmt lögum ber að gera það sjö dögum fyrir kosningar. Það er því ljóst að þegar Reykvíkingar ganga til kosninga á laugardag, verður nafn Birgittu á listanum. Þrátt fyrir að yfirkjörstjórn geti lítið aðhafst er málið litið mjög alvarlegum augum og munu þau vísa málinu til Héraðssaksóknara. „Við felum þeim að vinna þessa rannsókn, um að hvort að mögulega hafi verið um brot á kosningalögum að ræða, eða eftir atvikum þá almennum hegningarlögum sem fjalla þá um skjalafals,“ segir Eva. Vita ekki neitt um málið Forsvarsmenn E-listans leituðu fyrst til yfirkjörstjórnar eftir að málið kom upp en þeir segjast harma málið þó þeir kannist ekki við neina fölsun. „Það er eitthvað sem við getum ekkert tjáð okkur um. Við vitum ekki neitt, við vitum ekki hvort þetta sé í raun röng undirskrift, eða fölsuð eins og sagt er,“ segir Örn Sigurðsson, sem skipar annað sæti á listanum. Hann segir að það hafi verið mikill hraði á framboðinu frá byrjun. „Við höfðum skamman tíma. Það komu of margir að, það voru of margir að safna meðmælendum og safna frambjóðendum og reyna að ná utan um þetta,“ segir Örn. Hann bendir enn fremur á það þegar RÚV fjallaði eftirminnilega um það þegar þeir náðu rétt svo að skila framboði sínu inn á réttum tíma. Ísland í dag fjallaði um málið í kjölfarið og má finna það innslag í spilaranum hér fyrir neðan. „Við vorum algjörlega á síðasta snúningi að skila þessum gögnum. Það er hvorki afsökun né skýring en málið er að við vitum ekki neitt,“ segir Örn. Málið er nú til skoðunar innan framboðsins og reynt að komast að því hvernig málið kom til. Það sé bæði einfalt en jafnframt erfitt. „Þetta er ekki stór hópur, en það er ekkert einfalt að fá einhvern, eða finna einhvern sem hefur verið að leika sér að því að skrifa rangt nafn. Ég get ekki giskað á það frekar en þú, það er örugglega ekki einfalt,“ segir Örn. Aðspurður um hvort þeir hafi rætt við Birgittu, eða hún leitað til þeirra, segir hann svo ekki vera. „En okkur þykir svolítið vænt um Birgittu því að hún var samferða okkur í að stofna borgarahreyfinguna á sínum tíma. Við erum mjög stolt af því og berum mikla virðingu fyrir Birgittu,“ segir Örn. Vinnubrögð sem ekki er hægt að láta óafskipt Birgitta fékk sjálft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirkjörstjórn en í færslu á Facebook í dag segist hún harma að vera í vistarböndum á lista sem hún mun ekki kjósa og stóð aldrei til að kjósa. „Ég harma að málið sé á þeim stað að þeir sem bera ábyrgð á skjalafalsi sem og fölsun nafns inn á lista hafi ekki séð að sér og sýnt vilja til að gagnast við þessum broti. Slík vinnubrögð er ekki hægt að láta óafskipt, því er það niðurstaða fundarins að ég óskaði eftir að þetta væri sett í lögformlega rannsókn,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórn til að tryggja að svona lagað geti ekki átt sér stað. Ánægjuefni sé ef þetta mál verði til þess að úrbætur verði gerðar. „Það er mjög alvarlegt ef ferlar í kringum kosningar séu ekki hafnir yfir allan vafa, eins og raunin var í kringum síðustu Alþingiskosningar. Vegna þess hve mikilvægt að þessi ferli séu fagleg og séu traustsins verð finnst mér nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu,“ segir Birgitta. Birgitta Jónsdóttir telur að undirskrift hennar hafi verið fölsuð á framboðsyfirlýsingu E-listans.Mynd/Facebook Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. 11. maí 2022 15:19 Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. 10. maí 2022 10:54 RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu. 12. apríl 2022 09:02 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Alls voru 24 á listanum þegar hann var samþykktur fyrir mánuði síðan en Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, skipaði 24. sæti á listanum. Hún kom þó af fjöllum fyrr í vikunni þegar hún var spurð út í framboðið og telur hún ljóst að undirskrift hennar hafi verið fölsuð. Yfirkjörstjórn í Reykjavík kom samar til fundar um málið í dag en álíka mál hefur aldrei komið upp áður. „Við höfum farið rækilega yfir lagaheimildir og reglur sem að við getum stuðst við í þessu álitaefni, sem hefur aldrei komið fyrir áður,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir, oddviti yfirkjörstjórnar. „Niðurstaðan var sú að við hefðum engar lagaheimildir til að nema nafn frambjóðanda af lista á þessu stigi,“ segir hún enn fremur og bætir við að það væri ekki hægt, jafnvel þó að þau vildu það. Búið er að prenta út kjörseðla en samkvæmt lögum ber að gera það sjö dögum fyrir kosningar. Það er því ljóst að þegar Reykvíkingar ganga til kosninga á laugardag, verður nafn Birgittu á listanum. Þrátt fyrir að yfirkjörstjórn geti lítið aðhafst er málið litið mjög alvarlegum augum og munu þau vísa málinu til Héraðssaksóknara. „Við felum þeim að vinna þessa rannsókn, um að hvort að mögulega hafi verið um brot á kosningalögum að ræða, eða eftir atvikum þá almennum hegningarlögum sem fjalla þá um skjalafals,“ segir Eva. Vita ekki neitt um málið Forsvarsmenn E-listans leituðu fyrst til yfirkjörstjórnar eftir að málið kom upp en þeir segjast harma málið þó þeir kannist ekki við neina fölsun. „Það er eitthvað sem við getum ekkert tjáð okkur um. Við vitum ekki neitt, við vitum ekki hvort þetta sé í raun röng undirskrift, eða fölsuð eins og sagt er,“ segir Örn Sigurðsson, sem skipar annað sæti á listanum. Hann segir að það hafi verið mikill hraði á framboðinu frá byrjun. „Við höfðum skamman tíma. Það komu of margir að, það voru of margir að safna meðmælendum og safna frambjóðendum og reyna að ná utan um þetta,“ segir Örn. Hann bendir enn fremur á það þegar RÚV fjallaði eftirminnilega um það þegar þeir náðu rétt svo að skila framboði sínu inn á réttum tíma. Ísland í dag fjallaði um málið í kjölfarið og má finna það innslag í spilaranum hér fyrir neðan. „Við vorum algjörlega á síðasta snúningi að skila þessum gögnum. Það er hvorki afsökun né skýring en málið er að við vitum ekki neitt,“ segir Örn. Málið er nú til skoðunar innan framboðsins og reynt að komast að því hvernig málið kom til. Það sé bæði einfalt en jafnframt erfitt. „Þetta er ekki stór hópur, en það er ekkert einfalt að fá einhvern, eða finna einhvern sem hefur verið að leika sér að því að skrifa rangt nafn. Ég get ekki giskað á það frekar en þú, það er örugglega ekki einfalt,“ segir Örn. Aðspurður um hvort þeir hafi rætt við Birgittu, eða hún leitað til þeirra, segir hann svo ekki vera. „En okkur þykir svolítið vænt um Birgittu því að hún var samferða okkur í að stofna borgarahreyfinguna á sínum tíma. Við erum mjög stolt af því og berum mikla virðingu fyrir Birgittu,“ segir Örn. Vinnubrögð sem ekki er hægt að láta óafskipt Birgitta fékk sjálft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirkjörstjórn en í færslu á Facebook í dag segist hún harma að vera í vistarböndum á lista sem hún mun ekki kjósa og stóð aldrei til að kjósa. „Ég harma að málið sé á þeim stað að þeir sem bera ábyrgð á skjalafalsi sem og fölsun nafns inn á lista hafi ekki séð að sér og sýnt vilja til að gagnast við þessum broti. Slík vinnubrögð er ekki hægt að láta óafskipt, því er það niðurstaða fundarins að ég óskaði eftir að þetta væri sett í lögformlega rannsókn,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórn til að tryggja að svona lagað geti ekki átt sér stað. Ánægjuefni sé ef þetta mál verði til þess að úrbætur verði gerðar. „Það er mjög alvarlegt ef ferlar í kringum kosningar séu ekki hafnir yfir allan vafa, eins og raunin var í kringum síðustu Alþingiskosningar. Vegna þess hve mikilvægt að þessi ferli séu fagleg og séu traustsins verð finnst mér nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu,“ segir Birgitta. Birgitta Jónsdóttir telur að undirskrift hennar hafi verið fölsuð á framboðsyfirlýsingu E-listans.Mynd/Facebook
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. 11. maí 2022 15:19 Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. 10. maí 2022 10:54 RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu. 12. apríl 2022 09:02 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag. 11. maí 2022 15:19
Birgitta segir undirskrift sína hafa verið falsaða Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, staðfestir á Facebook að undirskrift hennar sem yfirkjörstjórn í Reykjavík hefur undir höndum hafi verið fölsuð. Um er að ræða skjal sem veitir samþykki fyrir því að nafn hennar sé á framboðslista Reykjavíkur, betri borgar. 10. maí 2022 10:54
RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu. 12. apríl 2022 09:02