Harmar að forsvarsmenn E-listans sjái ekki að sér og gangist við brotinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 18:45 Birgitta Jónsdóttir sat á Alþingi á árunum 2009 til 2017, síðast fyrir Pírata. getty/giles clarke Fyrrverandi þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir segir að yfirkjörstjórn hafi engin lagaleg úrræði til að fella nafn hennar af E-listanum, Reykjavík - besta borgin. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórnum. Birgitta fundaði með yfirkjörstjórn í dag en eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í dag mun yfirkjörstjórn vísa málinu til héraðssaksóknara. Birgitta segir sjálf að undirskrift hennar hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Birgitta fékk sjálf tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirkjörstjórn en í færslu á Facebook í dag segist hún harma að vera í vistarböndum á lista sem hún mun ekki kjósa og stóð aldrei til að kjósa. „Ég harma að málið sé á þeim stað að þeir sem bera ábyrgð á skjalafalsi sem og fölsun nafns inn á lista hafi ekki séð að sér og sýnt vilja til að gagnast við þessum broti. Slík vinnubrögð er ekki hægt að láta óafskipt, því er það niðurstaða fundarins að ég óskaði eftir að þetta væri sett í lögformlega rannsókn,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórn til að tryggja að svona lagað geti ekki átt sér stað. Ánægjuefni sé ef þetta mál verði til þess að úrbætur verði gerðar. „Það er mjög alvarlegt ef ferlar í kringum kosningar séu ekki hafnir yfir allan vafa, eins og raunin var í kringum síðustu Alþingiskosningar. Vegna þess hve mikilvægt að þessi ferli séu fagleg og séu traustsins verð finnst mér nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu,“ segir Birgitta. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Birgitta fundaði með yfirkjörstjórn í dag en eins og fram kom í frétt Vísis fyrr í dag mun yfirkjörstjórn vísa málinu til héraðssaksóknara. Birgitta segir sjálf að undirskrift hennar hafi verið fölsuð en listinn vill ekki kannast við það. Birgitta fékk sjálf tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við yfirkjörstjórn en í færslu á Facebook í dag segist hún harma að vera í vistarböndum á lista sem hún mun ekki kjósa og stóð aldrei til að kjósa. „Ég harma að málið sé á þeim stað að þeir sem bera ábyrgð á skjalafalsi sem og fölsun nafns inn á lista hafi ekki séð að sér og sýnt vilja til að gagnast við þessum broti. Slík vinnubrögð er ekki hægt að láta óafskipt, því er það niðurstaða fundarins að ég óskaði eftir að þetta væri sett í lögformlega rannsókn,“ segir Birgitta. Hún segir ljóst að laga þurfi verklag og ferla hjá kjörstjórn til að tryggja að svona lagað geti ekki átt sér stað. Ánægjuefni sé ef þetta mál verði til þess að úrbætur verði gerðar. „Það er mjög alvarlegt ef ferlar í kringum kosningar séu ekki hafnir yfir allan vafa, eins og raunin var í kringum síðustu Alþingiskosningar. Vegna þess hve mikilvægt að þessi ferli séu fagleg og séu traustsins verð finnst mér nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu,“ segir Birgitta.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira