Nökkvi: Ég vissi að þetta myndi enda inni Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2022 22:21 Nökkvi Þeyr tryggði KA dramatískan sigur. Vísir/Hulda Margrét Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA, var hetja liðsins annan heimaleikinn í röð þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótatíma gegn FH úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. „Annar leikurinn í röð sem þetta endar í svona mikilli dramatík, endar á víti og ég set hann inn þannig að mér líður greinilega mjög vel á Dalvík.” Nökkvi var búinn að eiga tvö stangarskot fyrr í leiknum og KA fjögur í heildina. Auk þess fékk Nökkvi fleiri fín færi. „Þetta var eiginlega svona leikur, þetta var sláin út og stöngin út og svo var bjargað á línu frá Dusan (Brkovic) og þetta virtist ætla að enda sem sláin út leikur en svo fengum við þetta víti og ég vissi að þetta myndi enda inni.” Það kemur fyrir að KA leyfi andstæðingnum að hafa boltann og nota svo hraðann fram á við til að skapa usla. Nökkvi segir þennan leikstíl henta sér ágætlega. „Það hentar mér alveg fínt, ég er snöggur og það nýtist mér kannski vel en við getum alveg haldið boltanum, við áttum bara að vera miklu hugrakkari að halda boltanum í dag því þegar við héldum boltanum vorum við að skapa okkur og við sýndum það í seinni hálfleik og öll hættulegu færin komu hjá okkur þannig að við þurfum bara að vera hugrakkari.” KA liðið er enn ósigrað eftir fimm leiki með fjóra sigra og eitt jafntefli. Það kemur Nökkva ekkert á óvart. „Við förum í hvern einasta leik til þess að vinna hann þannig að við gátum alveg séð þetta fyrir okkur”, sagði Nökkvi kokhraustur að lokum. Besta deild karla KA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira
„Annar leikurinn í röð sem þetta endar í svona mikilli dramatík, endar á víti og ég set hann inn þannig að mér líður greinilega mjög vel á Dalvík.” Nökkvi var búinn að eiga tvö stangarskot fyrr í leiknum og KA fjögur í heildina. Auk þess fékk Nökkvi fleiri fín færi. „Þetta var eiginlega svona leikur, þetta var sláin út og stöngin út og svo var bjargað á línu frá Dusan (Brkovic) og þetta virtist ætla að enda sem sláin út leikur en svo fengum við þetta víti og ég vissi að þetta myndi enda inni.” Það kemur fyrir að KA leyfi andstæðingnum að hafa boltann og nota svo hraðann fram á við til að skapa usla. Nökkvi segir þennan leikstíl henta sér ágætlega. „Það hentar mér alveg fínt, ég er snöggur og það nýtist mér kannski vel en við getum alveg haldið boltanum, við áttum bara að vera miklu hugrakkari að halda boltanum í dag því þegar við héldum boltanum vorum við að skapa okkur og við sýndum það í seinni hálfleik og öll hættulegu færin komu hjá okkur þannig að við þurfum bara að vera hugrakkari.” KA liðið er enn ósigrað eftir fimm leiki með fjóra sigra og eitt jafntefli. Það kemur Nökkva ekkert á óvart. „Við förum í hvern einasta leik til þess að vinna hann þannig að við gátum alveg séð þetta fyrir okkur”, sagði Nökkvi kokhraustur að lokum.
Besta deild karla KA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira