Tölum um tölur Sveinn Gauti Einarsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun