Tölum um tölur Sveinn Gauti Einarsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun