Öll mörkin úr Bestu deildinni: Táningur skoraði beint úr horni, sigurvíti og rautt spjald í blálokin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:32 Valsmenn fögnuðu flottum 4-0 sigri gegn ÍA í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það var nóg um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum sem og rauða spjaldið sem fór á loft í leik ÍBV og KR má sjá hér á Vísi. Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00