Fólksfjölgun í fyrsta skipti í þrjátíu ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. maí 2022 15:31 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, segir gaman að tala um uppbygginguna á Vestfjörðum. Stöð 2 Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum. Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þegar fréttastofa ferðaðist vestur á land til að taka púlsinn á fólki fyrir sveitarstjórnarkosningar var sveitarstjórum og frambjóðendum mjög tíðrætt um þá uppbyggingu sem væri komin af stað á Vestfjörðum. „Við tölum svolítið mikið um þetta. Þetta er skemmtilegt. Þetta hefur ekki gerst í þrjátíu ár. Svona uppbyggingarfasi hefur ekki verið hérna í þrjátíu ár, þannig að eðlilega er gaman að tala um það,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Á Ísafirði er verið að byggja 51 íbúð og þar af eru fjörutíu íbúðir fyrir nemendur og ellefu íbúðir fyrir tekjulága. Í Bolungarvík er verið að byggja tuttugu íbúðir, á Flateyri eru tuttugu stúdíóíbúðir í byggingu fyrir Lýðháskólann þar, og í Súðavík eru fimm íbúðir í byggingu. Stöð 2 Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir að það hafi verið fólksfækkun á svæðinu og ekkert verið byggt af nýju húsnæði á þessum stöðum í langan tíma. „Við sjáum að það er að vera viðsnúningur í því,“ segir Birgir. Í Súðavík má svo gera ráð fyrir enn fleiri íbúðum á næstu árum vegna uppbyggingar á kalkþörungaverksmiðju sem ætlar að taka til starfa þar. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar.Stöð 2 Tugir nýrra starfa í tengslum við kalkþörungaverksmiðju Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segist gera ráð fyrir 35 til 45 störfum í tengslum við verksmiðjuna. Því sé ljóst að byggja þurfi íbúðir fyrir þetta fólk og það muni um slíkan fjölda í svo litlu sveitarfélagi. „Heldur betur. Við erum að tala um þorp hér sem hýsir 175 kannski. Í prósentum talið, miðað við hlutfallið, þá er um gríðarlegt verkefni að ræða,“ segir Bragi Þór. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.Stöð 2 Í Bolungarvík er sömu sögu að segja en þar er fyrirséð að verði mikil fólksfjölgun á næstu árum með tilkomu laxasláturhúss og vaxtar í annarri starfsemi. „Það er mjög mikið framundan. Það er verið að skipuleggja nýtt hverfi sem við gerum ráð fyrir að þrjú hundruð manns geti flutt í á næstu árum. Við erum líka að skipuleggja nýjan miðbæ.“ Í Bolungarvík búa nú 956 manns. Jón Páll segir því ljóst að bærinn muni á næstu árum fara yfir þúsund manna markið sem stjórnvöld vilja miða við fyrir sveitarfélög. „Bolungarvík, þúsund plús! Það er ekki hægt að hlæja að því núna,“ segir Jón Páll.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. 5. maí 2022 08:02