Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 14:56 Lögreglumenn við inngang hótels í Barú í Kólumbíu þar sem Marcelo Pecci var skotinn til bana. Hann hafði lífverði í Paragvæ en skildi þá eftir heima í brúðkaupsferðinni. Vísir/EPA Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið. Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið.
Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01