Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2022 21:31 Flestir sem fréttastofa ræddi við á Akranesi segja holótta vegi stórt kosningamál. vísir Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra. Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?