Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2022 18:30 Hjördís segir að sonur hennar hafi ekki þekkt árásarmennina neitt. Vísir/Arnar Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið. Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“ Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent