Ánægjuleg efri ár á Akureyri okkar allra Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar 14. maí 2022 07:31 Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021. Aðgerðaráætlunin var samþykkt eftir tillögu Öldungaráðs Akureyrarbæjar sem óskaði eftir því að unnið yrði að heildstæðri áætlun um málefni eldri borgara. Í kjölfarið var skipaður samráðshópur sem var m.a. ætlað að hafa samráð við Öldungaráð og Félag eldri borgara á Akureyri. Það er því óhætt að segja að áætlunin sé afrakstur samráðs við fulltrúa eldri borgara sem áttu aðkomu að gerð hennar á öllum stigum. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er lögð sérstök áhersla á heilsueflingu, félagsstörf og upplýsingagjöf og er þeim hluta ætlað að taka til eitt ár. Um mikilvægt fyrsta skref áætlunarinnar er að ræða sem leggur grunninn að því sem koma skal. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að að þau áhersluatriði sem tilgreind eru í fyrsta hluta áætlunarinnar verði lokið innan gildistíma hennar þannig að hægt verði að halda mótun hennar áfram og eftirfylgni. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að áfram verði haft víðtækt samráð við fulltrúa eldri borgara og leitað verði eftir sjónarmiðum þeirra hvað varðar næstu skref aðgerðaráætlunarinnar. Einnig leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að eldri borgurum verði gert kleift að búa eins lengi heima og frekast er unnt er og að öll þjónusta taki mið af því. Þá skiptir máli að efla starfsemi Öldungaráðs og tryggja aðkomu þess að öllum málum er varða málefni eldri borgara. Aukin virkni og þátttaka eldri borgara í samfélaginu ásamt aukinni heilsueflingu, góðu aðgengi að fjölbreyttu vali á hreyfingu og tómstundum er að mati Sjálfstæðisflokksins lykilatriði varðandi vellíðan eldri borgara. Með auknu framboði tómstunda fyrir eldri borgara má enn fremur draga úr einmanaleika á meðal þeirra og þá er mikilvægt að skapa vettvang fyrir þennan mikilvæga hóp okkar til að koma saman við heilsueflandi tómstundaiðju. Þá skiptir það enn fremur máli að eldri borgarar sem hafa starfsorku og vilja til ríkari þátttöku í samfélaginu fái til þess tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka málefni eldri borgara föstum tökum og tryggja að þeir geti notið efri áranna á Akureyri okkar allra. Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun