Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 10:59 Sigríður Jónsdóttir hefur lagt niður vopnin. vísir/magnús hlynur Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn. Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn.
Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira