Göngum lengra í loftslagsmálum í Árborg Sigurður Torfi Sigurðsson skrifar 13. maí 2022 12:31 Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum. Þetta er uppsafnaður vandi og verkefni sem kemur öllum við og þarf að vinna í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs auk þátttöku almennra borgara. Sveitarfélagið Árborg er þar ekki undanskilið og verður að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt þeirra mála sem setja þarf í forgang á næsta kjörtímabili er gerð aðgerðaráætlunar um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná sínu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. En hvers vegna, spyrja margir. Er þetta ekki bara ágætt og eigum við ekki bara að fagna hlýnandi veðurfari? Því miður er svarið ekki einfalt og ekki jákvætt. Eins og fyrr hefur verið sagt er vandinn uppsafnaður þar sem ekki hefur verið nógu mikið gert til að stemma stigu við þessari þróun á undanförnum árum. Neikvæð áhrif hafa þegar komið í ljós. Sem dæmi má nefna að við sjáum öfgakenndar sveiflur í veðurfari og hér eru lífverur farnar að taka sér bólfestu sem ekki hafa áður tilheyrt náttúrulegu íslensku lífríki og jafnvel ógna því og hafa auk þess áhrif á lífsgæði fólks. Dæmi um þetta er lúsmý og spánarsniglar. Að auki má nefna að hækkun sjávar hefur verið í efri mörkum spálíkana undanfarin ár og er búist er við að hækkunin nái allt að einum metra fyrir lok 21. aldar o.þ.a.l. aukist hætta á tíðum sjávarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga koma líka niður á heilbrigði náttúrulegra vistkerfa og ýta enn frekar undir hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Það er ekkert val. Sveitarfélagið Árborg verður að leggja sitt af mörkum, marka sér stefnu í náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta mega ekki vera marklaus plögg sem skreytt eru með fínum orðræðum eða gagnslausum og innantómum fyrirheitum þar sem afleiðingar mistaka geta orðið dýrkeypt. Strax í byrjun næsta kjörtímabils þarf að hefja vandaða vinnu við að meta og reikna kolefnisspor sveitarfélagsins auk þess að gera markvissa aðgerðaáætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi á tilsettum tíma. Teikna þarf upp sviðsmyndir um möguleg áhrif loftslagsbreytinga í sveitarfélaginu og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að fyrirbyggja vandamál. Á næstu árum þurfum við að hámarka loftslagslegan ávinning og það er margt sem við getum gert í því samhengi. Sem dæmi má nefna: Hefja marviss orkuskipti á bíla- og vinnuvélaflota sveitarfélagsins. Hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum í nýbyggingum og viðhaldi. Sveitarfélagið getur þar stigið skrefið og verið fyrirmynd annarra. Byggja upp græna hvata fyrir atvinnurekendur t.d. með afslætti á aðstöðugjöldum, fatseignasköttum eða öðrum gjöldum atvinurekanda. Koma á fót grænum iðngörðum í stað grófiðnaðar. Hvetja til sjálfbærni á öllum sviðum og efla hringrásarhagkerfið. Hvetja til enn meiri flokkunar á sorpi og endurvinnslu. Koma öllu frárennsliskerfi í sveitarfélaginu í viðeigandi horf. Auka græn svæði. Endurheimta votlendi. Auka skógrækt á völdum svæðum t.d. ógrónu landi. Styðja við landbúnað í sveitarfélaginu til að viðhalda grónu landi og hvetja til lífræns landbúnaðar. Hafa þarf í huga að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi og er bara brot af þeim fjölmörgu verkefnum á þessu sviði sem taka þarf til skoðunar á næsta kjörtímabili. Jafnframt þarf menningin að breytast en í breytingum felast líka heilmörg tækifæri. Nýtum tækifærin og látum aukin lífsgæði felast í því að vera loftslagsvæn. Vinstri græn í Árborg hafa á stefnuskrá sinni að setja náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmál í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og vinna að markvissri aðgerðaráætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við skulum ekki láta komandi kynslóðir minnast okkar sem kynslóðarinnar sem ekki gerði neitt. Göngum lengra í loftslagsmálum og kjósum Vinstri græn laugardaginn 14. maí. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum. Þetta er uppsafnaður vandi og verkefni sem kemur öllum við og þarf að vinna í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs auk þátttöku almennra borgara. Sveitarfélagið Árborg er þar ekki undanskilið og verður að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt þeirra mála sem setja þarf í forgang á næsta kjörtímabili er gerð aðgerðaráætlunar um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná sínu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. En hvers vegna, spyrja margir. Er þetta ekki bara ágætt og eigum við ekki bara að fagna hlýnandi veðurfari? Því miður er svarið ekki einfalt og ekki jákvætt. Eins og fyrr hefur verið sagt er vandinn uppsafnaður þar sem ekki hefur verið nógu mikið gert til að stemma stigu við þessari þróun á undanförnum árum. Neikvæð áhrif hafa þegar komið í ljós. Sem dæmi má nefna að við sjáum öfgakenndar sveiflur í veðurfari og hér eru lífverur farnar að taka sér bólfestu sem ekki hafa áður tilheyrt náttúrulegu íslensku lífríki og jafnvel ógna því og hafa auk þess áhrif á lífsgæði fólks. Dæmi um þetta er lúsmý og spánarsniglar. Að auki má nefna að hækkun sjávar hefur verið í efri mörkum spálíkana undanfarin ár og er búist er við að hækkunin nái allt að einum metra fyrir lok 21. aldar o.þ.a.l. aukist hætta á tíðum sjávarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga koma líka niður á heilbrigði náttúrulegra vistkerfa og ýta enn frekar undir hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Það er ekkert val. Sveitarfélagið Árborg verður að leggja sitt af mörkum, marka sér stefnu í náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta mega ekki vera marklaus plögg sem skreytt eru með fínum orðræðum eða gagnslausum og innantómum fyrirheitum þar sem afleiðingar mistaka geta orðið dýrkeypt. Strax í byrjun næsta kjörtímabils þarf að hefja vandaða vinnu við að meta og reikna kolefnisspor sveitarfélagsins auk þess að gera markvissa aðgerðaáætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi á tilsettum tíma. Teikna þarf upp sviðsmyndir um möguleg áhrif loftslagsbreytinga í sveitarfélaginu og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að fyrirbyggja vandamál. Á næstu árum þurfum við að hámarka loftslagslegan ávinning og það er margt sem við getum gert í því samhengi. Sem dæmi má nefna: Hefja marviss orkuskipti á bíla- og vinnuvélaflota sveitarfélagsins. Hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum í nýbyggingum og viðhaldi. Sveitarfélagið getur þar stigið skrefið og verið fyrirmynd annarra. Byggja upp græna hvata fyrir atvinnurekendur t.d. með afslætti á aðstöðugjöldum, fatseignasköttum eða öðrum gjöldum atvinurekanda. Koma á fót grænum iðngörðum í stað grófiðnaðar. Hvetja til sjálfbærni á öllum sviðum og efla hringrásarhagkerfið. Hvetja til enn meiri flokkunar á sorpi og endurvinnslu. Koma öllu frárennsliskerfi í sveitarfélaginu í viðeigandi horf. Auka græn svæði. Endurheimta votlendi. Auka skógrækt á völdum svæðum t.d. ógrónu landi. Styðja við landbúnað í sveitarfélaginu til að viðhalda grónu landi og hvetja til lífræns landbúnaðar. Hafa þarf í huga að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi og er bara brot af þeim fjölmörgu verkefnum á þessu sviði sem taka þarf til skoðunar á næsta kjörtímabili. Jafnframt þarf menningin að breytast en í breytingum felast líka heilmörg tækifæri. Nýtum tækifærin og látum aukin lífsgæði felast í því að vera loftslagsvæn. Vinstri græn í Árborg hafa á stefnuskrá sinni að setja náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmál í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og vinna að markvissri aðgerðaráætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við skulum ekki láta komandi kynslóðir minnast okkar sem kynslóðarinnar sem ekki gerði neitt. Göngum lengra í loftslagsmálum og kjósum Vinstri græn laugardaginn 14. maí. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Árborg.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun