Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2022 14:21 Kristján Ríkharðsson hefur verið liðsstjóri hjá Víkingi Ólafsvík og getur nú hjálpað Guðjóni Þórðarsyni þjálfara og leikmönnum eins og hann er vanur. mynd/Raggi Óla Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu. Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum. Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Eins og Vísir fjallaði um í síðustu viku var hinn 67 ára gamli Kristján úrskurðaður í hálfs árs bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ. Hann var gerður ábyrgur fyrir falsaðri leikskýrslu í lokaleik Víkings í Lengjubikarnum í vor, gegn ÍR, þar sem að Kristján var sá sem skrifaði undir skýrsluna fyrir hönd Víkings. Lagagreinin sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ byggði sinn úrskurð á er svohljóðandi: Þjálfari eða forystumaður sem stuðlar að því að nafn eða kennitala er fölsuð á leikskýrslu skal sæta leikbanni eða banni frá stjórnunarstörfum í knattspyrnu í allt að eitt ár. Samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls sem birtur var í dag var bannið fellt úr gildi þar sem að af gögnum málsins að dæma hafi Kristján hvorki verið í hlutverki þjálfara né forystumanns hjá Víkingi, enda er hann ekki starfsmaður félagsins en hefur í fjóra áratugi hjálpað því sem sjálfboðaliði. „Ég var bara að græja inni í klefa þegar komið var með leikskýrsluna til mín og ég beðinn um að skrifa undir. Það hef ég oft gert og ég er ekkert að lesa þessa andskotans skýrslu. Ég nenni því ekkert enda þekki ég flesta þessa stráka,“ sagði Kristján við Vísi um það þegar hann skrifaði undir skýrsluna. Á hana vantaði nafn erlends leikmanns sem spilaði gegn ÍR og var hann skráður á skýrsluna sem annar leikmaður. Víkingar, með stuðningi ÍR-inga, áfrýjuðu úrskurði aganefndar og eins og fyrr segir bar áfrýjunin árangur. Víkingar þurfa eftir sem áður að greiða 160.000 króna sekt vegna málsins. Fyrr á árinu var fulltrúi Hauka úrskurðaður í sex mánaða bann vegna sams konar brots. Sá var aftur á móti í stjórn hjá Haukum.
Íslenski boltinn Víkingur Ólafsvík Snæfellsbær Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira