Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði Kristinn Jón Ólafsson skrifar 13. maí 2022 16:11 Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun