Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2022 15:44 Kistuberar hörfuðu undan ísraelskum lögreglumönnum sem létu kylfurnar tala. AP/Maya Levin Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. Útför Shireen Abu Akleh fór fram í Austur-Jerúsalem í gær. Hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum í vikunni. Vitni halda því fram að ísraelskir hermenn hafi skotið hana en það hefur ekki verið staðfest. Þúsundir syrgjenda fylgdu kistu hennar um götur borgarinnar. Sumir þeirra héldu á lofti palestínska fánanum og kyrjuðu „Palestína, Palestína“, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskar öryggissveitir bæla reglulega niður mótmæli til stuðnings sjálfstæðu ríki fyrir Palestínumenn í Austur-Jerúsalem. Lögreglan segir að mannfjöldinn hafi sungið þjóðernissinnaðan undirróður, hunsað fyrirmæli um að láta af athæfinu og kastað steinum í lögreglumenn. Þeir hafi því „neyðst“ til þess að grípa til aðgerða. Ísraelsher segist ekki hafa komist að neinni niðurstöðu um hvernig dauða Abu Akleh bar að og hvort að hún hafi verið skotin af ísraelskum eða palestínskum hermanni. Palestinian mourners and Israeli police clash during journalist's funeral procession in Jerusalem.Shireen Abu Akleh was killed during an Israeli military raid, but it's not clear who fired the bullet.Read more here: https://t.co/YuvI25KYAy pic.twitter.com/p595VDT4AF— Sky News (@SkyNews) May 13, 2022 Ísrael Palestína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Útför Shireen Abu Akleh fór fram í Austur-Jerúsalem í gær. Hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum í vikunni. Vitni halda því fram að ísraelskir hermenn hafi skotið hana en það hefur ekki verið staðfest. Þúsundir syrgjenda fylgdu kistu hennar um götur borgarinnar. Sumir þeirra héldu á lofti palestínska fánanum og kyrjuðu „Palestína, Palestína“, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskar öryggissveitir bæla reglulega niður mótmæli til stuðnings sjálfstæðu ríki fyrir Palestínumenn í Austur-Jerúsalem. Lögreglan segir að mannfjöldinn hafi sungið þjóðernissinnaðan undirróður, hunsað fyrirmæli um að láta af athæfinu og kastað steinum í lögreglumenn. Þeir hafi því „neyðst“ til þess að grípa til aðgerða. Ísraelsher segist ekki hafa komist að neinni niðurstöðu um hvernig dauða Abu Akleh bar að og hvort að hún hafi verið skotin af ísraelskum eða palestínskum hermanni. Palestinian mourners and Israeli police clash during journalist's funeral procession in Jerusalem.Shireen Abu Akleh was killed during an Israeli military raid, but it's not clear who fired the bullet.Read more here: https://t.co/YuvI25KYAy pic.twitter.com/p595VDT4AF— Sky News (@SkyNews) May 13, 2022
Ísrael Palestína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fréttakona Al Jazeera skotin til bana á Vesturbakkanum Fréttakona frá Al Jazeera var skotin til bana af ísraelska hernum á Vesturbakkanum í nótt. 11. maí 2022 07:25