Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko Sverrir Mar Smárason skrifar 13. maí 2022 22:08 Mist Edvardsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Vals í dag, í annað skiptið í sumar. Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk. „Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum. Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum.
Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07