Hrunið kom í kjölfar þess að kosningavakt RÚV tók yfir útsendinguna á aðalrás miðilsins og var Eurovision-keppnin færð yfir á RÚV 2. RÚV 2 náði þó ekki að ráða við álagið og hrundi, bæði á vefsíðu RÚV og í Apple TV-forriti þeirra.
Samkvæmt tilkynningu á vef RÚV hefur álagið á kerfi þeirra aldrei verið meira en í kvöld og hamlaði fjöldi þeirra sem reyndu að skipta á milli getu kerfisins til að svara beiðnum.
Afsakið hlé.
— RÚV (@RUVohf) May 14, 2022
Gríðarlegt álag kom á kerfið við skiptingu á kosningasjónvarpi og söngvakeppni og útsending RÚV 2 datt út. Kerfin eru að detta inn #12stig
Rúv2 virkar ekki og kosningar á fullu... Mamma og pabbi fóru alveg í kerfi og pólitíkusinum honum pabba var misboðið að taka kosningar fram fyrir Eurovision.
— Hulda Vigdísar (@huldavist) May 14, 2022
Nú horfum við bara á NRK1 og hlustum á norskan Gísla Martein.@RUVfrettir
Eina fokking kvöldið sem maður horfir á línulegadagskrá og rúv-appið krassar #12stig #kosningar2022
— Egill Kári Helgason (@egillkari) May 14, 2022
Couldn t swap from @RUVohf to RUV2 for the results! So swapped to watch our old neighbour from London @grahnort on BBC1 #12Stig
— Kathryn (@MumInReykjavik) May 14, 2022
fkn ruv2 spilarinn virkar ekki á https://t.co/Rka8nc1Dud #12stig
— Lobba (@Lobbsterinn) May 14, 2022