Einn besti snókerþjálfari í heiminum er fluttur til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 10:00 Íslandsmeistarinn í snóker 2022, Þorri Jensson ræðir málin við Alan Trigg sem er að þjálfa snóker og pool hér á landi. S2 Sport Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð á dögunum Íslandsmeistari í snóker í annað skiptið á ferlinum en hann vonast til að fá hjálp frá skólunum til að auka vinsældir íþróttarinnar. „Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker Snóker Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
„Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker
Snóker Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð