Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 10:10 Guðni forseti er mikill tungumálamaður og spreytir sig reglulega á öðrum tungumálum. Íslenskan verður í aðalhlutverki í þessari ferð hans vestur um haf. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Þar segir að markmið ferðarinnar sé að sýna forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fram á mikilvægi þess að íslensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu máltæknilausnum svo unnt verði að tala íslensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Auk forseta er sendinefndin skipuð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar. Dagskrá ferðarinnar hefst í San Jose í Kaliforníu í dag með heimsókn til höfuðstöðva Apple og Meta þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á morgun, þriðjudag, verður fundað með framkvæmdastjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI. Á miðvikudag verður flogið frá San Jose til Seattle. Þá um kvöldið opnar forseti Íslands viðburð í Norræna safninu í Seattle þar sem leiddir verða saman fjárfestar og fulltrúar nýsköpunarfyrirtækja í tækniiðnaði. Fimmtudaginn 19. maí flytur forseti svo erindi á norrænni nýsköpunarráðstefnu, Nordic Innovation Summit, sem fram fer í Norræna safninu í Seattle. Síðar þann dag heldur sendinefndin til höfuðstöðva Amazon og Microsoft þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á fimmtudagskvöld verður svo flogið til Boston. Þar mun sendinefndin heimsækja tækniháskólann í Massachusetts (MIT) á föstudag og eiga fundi bæði með forsvarsmönnum háskólans og íslenskum starfsmönnum sem stunda þar rannsóknir og kennslu. Flogið verður aftur til Íslands á föstudagskvöld. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Amazon Microsoft Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þar segir að markmið ferðarinnar sé að sýna forsvarsmönnum þessara fyrirtækja fram á mikilvægi þess að íslensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýjustu máltæknilausnum svo unnt verði að tala íslensku við tölvur og tæki og tryggja þannig framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi. Auk forseta er sendinefndin skipuð Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík, og Vilhjálmi Þorsteinssyni, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar. Dagskrá ferðarinnar hefst í San Jose í Kaliforníu í dag með heimsókn til höfuðstöðva Apple og Meta þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á morgun, þriðjudag, verður fundað með framkvæmdastjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI. Á miðvikudag verður flogið frá San Jose til Seattle. Þá um kvöldið opnar forseti Íslands viðburð í Norræna safninu í Seattle þar sem leiddir verða saman fjárfestar og fulltrúar nýsköpunarfyrirtækja í tækniiðnaði. Fimmtudaginn 19. maí flytur forseti svo erindi á norrænni nýsköpunarráðstefnu, Nordic Innovation Summit, sem fram fer í Norræna safninu í Seattle. Síðar þann dag heldur sendinefndin til höfuðstöðva Amazon og Microsoft þar sem fundað verður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Á fimmtudagskvöld verður svo flogið til Boston. Þar mun sendinefndin heimsækja tækniháskólann í Massachusetts (MIT) á föstudag og eiga fundi bæði með forsvarsmönnum háskólans og íslenskum starfsmönnum sem stunda þar rannsóknir og kennslu. Flogið verður aftur til Íslands á föstudagskvöld.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Íslenska á tækniöld Guðni Th. Jóhannesson Apple Amazon Microsoft Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira