„Af hverju ekki Dóra?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 18:06 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira